spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBetur fór en á horfðist

Betur fór en á horfðist

Bakvörður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins Kári Jónsson verður ekki meira með á þessu tímabili sökum meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik átta liða úrslita gegn Grindavík. Staðfestir Kári þetta í samtali við Vísi fyrr í dag.

Í seinni hálfleik þessa fyrsta leiks liðanna virtist Kári meiðast á hnéi og þurfti að bera hann af velli. Óttast var í fyrsu að um krossbandsslit hafi verið að ræða, en samkvæmt honum mun þetta ekki vera svo alvarlegt.

Samkvæmt Kára verður hann frá í 2-3 mánuði og því er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með íslenska landsliðinu á lokamóti EuroBasket sem rúllar af stað í lok ágúst í Póllandi. Því þó þetta hafi ekki verið jafn alvarlegt og krossbandsslit, sé um nokkra aðra hluti að ræða sem hann þarf að jafna sig á, brot í beini, sködduð liðbönd og eitthvað fleira.

Fréttir
- Auglýsing -