Stjarnan varð VÍS bikarmeistari 9. flokks stúlkna í kvöld eftir sigur í úrslitaleik gegn Keflavík í Smáranum.
Lykilleikmaður leiksins var Berglind Katla Hlynsdóttir, en á tæpum 30 mínútum spiluðum skilaði hún 29 stigum, 9 fráköstum, 7 stoðsendingum, og 4 stolnum boltum. Þá var hún nokkuð skilvirk í leiknum, með 10 fiskaðar villur, 50% skotnýtingu og 28 framlagsstig fyrir frammistöðuna.
Karfan spjallaði við Berglindi Kötlu eftir leik í Smáranum: