spot_img
HomeFréttirBenni Gumm: Frábært að fá ný lið inn

Benni Gumm: Frábært að fá ný lið inn

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir sigur á ÍR

 

Hvað vann leikinn í kvöld?

Ég held að það hafi bara verið töluverður getumunur á þessum liðum hérna. Það er bara eðlilegt, þetta er nýtt lið, það er verið að byrja með kvennakörfuboltann aftur, sem er frábært. Mér fannst þær bara standa sig vel miðað við að þær séu að endurvekja liðið en ég held að getumunurinn hafi verið fullmikill þannig að við unnum þetta nokkuð sannfærandi.

Þið spiluðuð nokkuð sannfærandi vörn allan leikinn. Geturðu talað aðeins um það, var það einhver áhersla fyrir leikinn hjá ykkur?

Nei, við náttúrulega reynum bara að auka ákefðina í vörninni hjá okkur, burtséð frá því við hverja við erum að spila. Spilum stífa maður á mann vörn sem að þröngvar mistök hjá andstæðingunum og sóknin hinum megin fær að hafa fyrir því. Það er bara eitthvað sem við erum að vinna í burtséð frá því hverjum við erum að spila á móti. Það voru engar sérstakar áherslur á móti ÍR í kvöld.

Næsti leikur er á móti Grindavík heima, hvernig eruð þið stemmdar fyrir þann leik? Einhver sérstakur undirbúningur fyrir þann leik?

Nei, við erum bara á þannig stað núna að við erum að reyna að bæta okkar leik. Það er margt sem að við þurfum að vinna í, eins og varnarleikurinn og sóknarleikurinn líka, hann er ekki orðinn almennilega smurður eins og við viljum hafa hann. Við skoðum aðeins andstæðinganna og höldum vídjófundi og svona en 98-99% af tímanum erum við bara að vinna í okkar hlutum og undirbúa okkur fyrir vonandi skemmtilega úrslitakeppni þegar þar að kemur. Það er frábært að það sé almennileg úrslitakeppni í 1. deild kvenna og frábært að fá ný lið inn. Allt of mörg félög eru bara að hugsa um karlaboltann sinn og það er miklu meiri bragur yfir félögunum þegar þau eru með karlalið og kvennalið og eru að reyna gera vel báðum megin. Ég get ekki annað en hrósað ÍR fyrir þetta.

 

Fréttir
- Auglýsing -