22:48
{mosimage}
(Jón Arnór lék aðeins í 5 mínútur með Benetton í kvöld)
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso tóku í kvöld 1-0 forystu gegn La Fortezza Bologna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í úrvalsdeild á Ítalíu. Jón Arnór var í byrjunarliðinu en lék aðeins í fimm mínútur í leiknum og komst ekki á blað að þessu sinni.
Lokatölur leiksins voru 85-77 Benetton í vil og var Massimo Bulleri stigahæstur í liði Benetton með 18 stig og 4 fráköst. Næsta viðureign liðanna er á heimavelli La Fortezza Bologna þann 21. maí næstkomandi.
[email protected]
Mynd: www.benettonbasket.it