Spánn lagði Ísland í Laugardalshöllinni í kvöld í lokaleik undankeppni EuroBasket 2023, 34-88. Spánn hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og farmiða á lokamótið fyrir leik kvöldsins, en þær sigruðu alla leiki undankeppninnar. Ísland hafnaði hinsvegar í þriðja sæti riðilsins, með einn sigur og sex töp í keppninni.
Karfan spjallaði við Benedikt Guðmundsson þjálfara Íslands eftir leik í Laugardalshöllinni. Benedikt ræðir leik kvöldsins gegn Spáni, hvernig hann metur frammistöðu liðsins í lokaglugga keppninnar og niðurstöðu Íslands, þriðja sætið.
Þá fer hann yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í afrekstarfi körfubolta á Íslandi í kjölfar niðurfærslu Afreksnefndar ÍSÍ úr A flokki og niður í B flokk, en Benedikt segist meðal annars hafa lesið reglugerðina sem nefndin notar til að styðja ákvörðun sína og segist hann ekki skilja hvernig slík niðurstaða getur fengist.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil