Benedikt Guðmundsson mun skrifa undir þriggja ára samning við Þór Þorlákshöfn í kvöld. Samkvæmt vefsíðunni www.sunnlenska.is ættu þessi mál að vera að klárast um þetta leyti.
Benedikt hefur starfað hjá KR stærstan hluta af sínum ferli. Hann gerði KR konur að Íslandsmeisturum í vor en í fyrra þjálfaði hann karlalið KR og gerði þá sömuleiðis að Íslandsmeisturum.
Ljósmynd/ Úr safni: Benedikt er á leið úr Vesturbænum í Þorlákshöfn og mun stýra Þórsurum í 1. deild á næstu leiktíð.