spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBenedikt: Spáin er röng

Benedikt: Spáin er röng

Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Nú er komið að liði KR.

KR

Nýliðar KR koma nú aftur í Dominos deildina eftir nokkra ára uppbyggingarfasa. Liðið á að baki þrettán Íslandsmeistaratitla og þann síðasta árið 2010. Það er því ljóst að sagan er til staðar en KR-ingar mæta með nokkuð ungt lið sem mun hljóta dýrmæta reynslu í vetur.

Spá KKÍ: 8. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 1. sæti í 1. deild

Þjálfari liðsins: Benedikt Guðmundsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Ástrós Lena Ægisdóttir. Þekkir ekkert annað en að skilja allt eftir á gólfinu. Barátta hennar og eljusemi mun vekja athygli á komandi tímabili.

Komnar og farnar: 

Komnar:

Orla O’Reilly frá Ástralíu

Vilma Kesanen frá Finnlandi

Kiana Johnson frá Finnlandi

Farnar:

Gunnhildur Bára Atladóttir til USA

Alexandra Petersen til Fjölnis

Marín Matthildur Jónsdóttir til Vals

Kristín Skatum Hannested til Noregs

Kristbjörg Pálsdóttur hætt

Viðtal við Benedikt þjálfara KR um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -