spot_img
HomeFréttirBenedikt og Þorbjörg fara yfir úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna

Benedikt og Þorbjörg fara yfir úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna

Á dögunum komu KR-ingar á laggirnar Hlaðvarpsstöð þar sem rætt er við ýmsa KRinga um verkefni dagsins og ýmislegt annað. Þriðji þátturinn kom út í dag og var þar hitað upp fyrir úrslitaeinvígið í 1. deild kvenna. 

 

Þjálfar KR Benedikt Guðmundsson og fyrirliði liðsins Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir settust niður með KR-ingnum og blaðamanninum Hjörvari Ólafssyni á dögunum. Þar var farið yfir möguleika KR á að ná í sæti í Dominos deildinni og farið yfir tímabilið. 

 

Einvígi KR og Fjölnis hefst miðvikudaginn 4. apríl en sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í Dominos deild kvenna að ári. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildarkeppninni en KR vann alla leikina. 

 

Podcastþáttinn með Benedikt og Obbu má hlusta á hér.

 

Fréttir
- Auglýsing -