Tvö agamál fengu úrlausn Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ nú í dag.
Í einu máli var um að ræða áminningu fyrir leikmann Ármanns í fyrstu deild karla Zach Naylor. Í hinu var Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls látinn sæta eins leiks banni fyrir brottrekstur sinn gegn Álftanesi á dögunum í Bónus deild karla. Benedikt verður því í banni annað kvöld er lið hans heimsækir Keflavík.
Hér fyrir neðan má lesa úrskurðu nefndarinnar:
Agamál 21/2024-2025
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Zach Naylor, leikmaður Ármanns, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Sindra gegn Ármann, sem fram fór þann 29 nóvember 2024 .
Agamál 23/2024-2025
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastól, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls gegn Álftanes, sem fram fór þann 29 nóvember 2024.