spot_img
HomeFréttirBenedikt Guðmundsson 1 á 1

Benedikt Guðmundsson 1 á 1

 Fullt nafn: Benedikt Rúnar Guðmundsson

Aldur: Rúmlega 30

Félag: KR

Hjúskaparstaða: Í sambúð og 3ja barna faðir

Happatala: 11  

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?Byrjaði 10 eða 11 ára í MB hjá KR og voru æfingarnar í Melaskóla. 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?Maður horfði mikið til Guðna Guðna, Palla Kolbeins og þessara snillinga sem léku með KR á þessum árum.  

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Jón Arnór verður að teljast sá besti. Það hafa komið leikmenn sem eru betri en Jón í hinum og þessum þáttum leiksins en hann er sá besti vegna þess að hann er með mesta heildarpakkann. Hjá stelpunum var Anna María í sérflokki í mörg ár. Hún var ekki eingöngu frábær leikmaður heldur hafði hún þann eiginleika að gera aðra betri í kringum sig og gat bundið saman liðið. Það verður þó að teljast ansi líklegt að Helena Sverrisdóttir verði sú besta frá upphafi þegar hún verður uppá sitt besta.  

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?Hingað hafa komið margir ótrúlega öflugir erlendir leikmenn miðað við hvað við erum að borga lág laun á mælikvarða annarra landa. Ég veit ekki hvort ég get tekið einhvern einn og sagt að hann sé sá besti sem hingað hefur komið en menn eins og Damon Johnson, Stevie "Wonder"Johnson, Brenton Birmingham, AJ Moye, Aaron Harper, Petey Sessoms, Darryl Wilson og margir fleiri.  

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?Aftur er nánast ómögulegt að gera upp á milli manna því íslenskur körfubolti býr gríðarlega vel þar sem við höfum sjaldan átt eins marga efnilega krakka og unglinga.  

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Skúli Thorarensen og er leikmaður með HK í dag.  

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Þetta er erfið spurning þar sem það er mjög erfitt að meta hvaða þjálfari er að standa sig best hverju sinni. Það er svo margt sem spilar inn í þetta starf. Einn góður maður sagði að góðir þjálfarar eru þeir sem skilja e-ð eftir sig. Annars hefur Friðrik Rúnarsson alltaf verið í miklum metum hjá mér og hef ég lært mikið af honum í gegnum tíðina.  

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Hef ekki átt uppáhaldsleikmann síðan Dominique Wilkens  

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan  

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Ég hef farið á nokkra. Sá Barkley með 76ers á sínum tíma, sá Shaq þegar hann var nýliði hjá Orlando, sjá Jordan á sínu lokaári með Bulls og það var svakalega gaman að sjá Petrovic með New Jersey áður en hann lést en hann er einn besti leikmaður sem Evrópa hefur alið. Svo var auðvitað toppurinn að horfa á Jón Arnór spila með Dallas.  

Sætasti sigurinn á ferlinum? Sigur U18 á tvöföldum Evrópumeisturum Frakka í sumar á lokakeppni EM er sá allra sætasti. Frakkar eru með nokkra stráka sem eru NBA prospect og þurftu þeir áfallahjálp eftir leikinn.  

Sárasti ósigurinn? Sá síðasti er alltaf sá sárasti. Maður losnar aldrei við tapið fyrr en maður er búinn að vinna nokkra góða sigra á eftir.  

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Knattspyrna. Reyni að fylgjast með Liverpool eins og ég get þegar maður er ekki að vinna við körfubolta.  

Með hvaða félögum hefur þú leikið?KR  

Uppáhalds:

kvikmynd: Nýtt Líf og Dalalíf

leikari: Laddi

leikkona: Helga Braga

bók: Bankabókin

matur: Humar

matsölustaður: Fjöruborðið, Stokkseyri

lag: Never Walk Alone

hljómsveit: Queen

staður á Íslandi: Reykjavík

staður erlendis: New York

lið í NBA: Var Atlanta Hawks en er ekki ennþá búinn að fyrirgefa þeim fyrir að hafa skipt Wilkens fyrir Danny Manning.

lið í enska boltanum: Liverpool

hátíðardagur: Nýársdagur

alþingismaður: Guðlaugur Þór Þórðarson  

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég reyni að undirbúa liðið eins vel og ég get fyrir leiki. Reyni að finna réttu blönduna að undirbúa það sem við ætlum að gera og síðan hvað andstæðingarnir eru að gera.  

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Það er hægt að læra mikið af öllum leikjum hvort sem maður vinnur eða tapar.  

Furðulegasti liðsfélaginn?Var með einn stórfurðulegan um tíma í vetur sem er þýskur.   

Besti dómarinn í IE-deildinni? Ætla ekki að taka neinn út en maður hefur lært það á ferðalögun erlendis með landsliðin að okkar dómarar eru betri en við gerum okkur grein fyrir.  

Erfiðasti andstæðingurinn? Þeir hafa verið margir erfiðir andstæðingarnir sem maður hefur mætt með yngri landsliðunum undanfarin ár. Komu stundum leikir sem við áttum ekki séns í þessar stóru þjóðir.  

Þín ráð til ungra leikmanna? Það er ekki nóg að langa að verða góður leikmaður, ungir leikmenn verða að vera tilbúnir að leggja á sig þá vinna sem þarf og fórna ýmsu öðru. Við höfum séð með Pétri Guðmunds og Jóni Arnóri að það skiptir engu málu hvar í heiminum menn búa það eiga allir möguleika að láta draum sinn rætast.

Fréttir
- Auglýsing -