spot_img
HomeFréttirBenedikt að taka við kvennalandsliðinu

Benedikt að taka við kvennalandsliðinu

Líkt og Karfan greindi frá í morgun verður nýr landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna kynntur í hádeginu í dag á blaðamannafundi.

Samkvæmt heimildum Körfunnar verður Benedikt Guðmundsson kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í hádeginu. Hann tekur við af Ívari Ásgrímssyni sem  hefur þjálfað liðið síðan 2014. Mbl.is grendi einnig frá þessu í morgunsárið.

Benedikt hefur þjálfað kvennalið KR síðustu tvö tímabil og hefur gert frábæra hluti með liðið á nýliðatímabili sínu á þessu tímabili. KR hefur komið á óvart og verið í toppsætinu stóran hluta tímabilsins en liðinu var spáð falli fyrir tímabilið.

Auk þess hefur Benedikt þjálfað lið Þórs Akureyri, Þórs Þorlákshöfn auk meistaraflokka KR. Hann gerði meistaraflokk karla hjá KR að Íslandsmeisturum árin 2007 og 2009 auk þess sem hann stýrði meistaraflokki kvenna til Íslandsmeistaratitils árið 2010. Einnig hefur Benedikt stýrt yngri landsliðum Íslands.

Ráðning Benedikts verður kynnt formlega í hádeginu og mun Karfan þá ræða við Benedikt.

Fréttir
- Auglýsing -