spot_img
HomeFréttirBeljanski bætist í hóp Íslandsmeistaranna

Beljanski bætist í hóp Íslandsmeistaranna

09:59 

{mosimage}

 

 

 

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa gert eins árs samning við serbneska miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfellingum í fyrra. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, segir að þegar bakverðirnir Guðmundur Jónsson og Jóhann Árni Ólafsson verði komnir á rétt ról eftir meiðsli megi búast við mikilli samkeppni í liðinu og segir það gott skref fyrir Njarðvíkinga í áttina að því að verða betra lið.

 

„Við vorum fyrst og fremst að leita að hæð í liðið með það til hliðsjónar að við værum að fara að taka þátt í Evrópukeppninni, einnig vildum við auka breiddina í stöðum 4 og 5,“ sagði Einar Árni í samtali við Víkurfréttir en fyrir hjá Íslandsmeisturunum eru landsliðsmiðherjarnir Egill Jónasson og Friðrik Stefánsson.

 

„Við þekkjum Beljanski vel og hann þekkir íslenskan körfubolta en við höfðum velt þessum möguleika fyrir okkur í sumar og haust, að bæta við okkur manni, en lögðum aðaláherslu á það að halda sama hóp og frá því í fyrra,“ sagði Einar.

 

Beljanski verður löglegur með Njarðvíkurliðinu þann 4. nóvember og leikur sinn fyrsta leik með Njarðvík gegn sínum gömlu félögum í Snæfell þann 5. nóvember í Stykkishólmi. Igor Beljanski lék 21 leik í deildarkeppninni í fyrra með Snæfellingum og gerði þá 17 stig að meðaltali og tók 10 fráköst.

 

„Við spilum 23 leiki fyrir áramót og þurfum að vera með breiðan hóp, þegar við réðum Beljanski vorum við fyrst og fremst að horfa í varnarleikinn og fráköst,“ sagði Einar Árni að lokum.

 

Ef leikmönnum í Iceland Express deildinni fannst teigurinn hjá Njarðvíkingum óárennilegur fyrir með þá Egil og Friðrik innanborðs þá ætti þeim að sortna fyrir augum þessa dagana.

 

Frétt af www.vf.is

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -