spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Keflavík skellti KR í DHL-Höllinni

Bein textalýsing: Keflavík skellti KR í DHL-Höllinni

Viðureign KR og Keflavíkur er hér að neðan í beinni textalýsingu en þetta er leikur í þriðju umferð Domino´s-deildar kvenna. Keflvíkingar fyrir leikinn eru á toppi deildarinnar eftir tvo sigra.
Pálína stigahæst hjá Keflavík með 17 stig, 5 fráköst og 5 stolna. Sara Rún bætti við 15 stigum og 15 fráköstum. Hjá KR var Sigrún Ámundadóttir með 15 stig og 6 fráköst og Björg Guðrún skoraði 11 stig og gaf 4 stoðsendingar.
 
Keflvíkingar unnu afar sannfærandi sigur á KR 54-76. 
 
4. leikhluti
– Leik lokið: Lokatölur 54-76 fyrir Keflavík!
– 52-74 og 1.00mín eftir – Sólrún Sæmunds að setja þrist fyrir KR.
– Pálína og Sara frábærar í liði Keflavíkur í kvöld. Björg Guðrún lífleg í liði KR en aðrar í liði heimakvenna voru ekki að ná sér á rétt ról.
– Rétt rúmar þrjár mínútur til leiksloka og yngri og óreyndari leikmenn fá nú að spreyta sig.
– 42-71 fyrir Keflavík og 5mín til leiksloka…virkilega verðskuldaður sigur í uppsiglingu hjá gríðarlega sterku liði.
– 42-67 og 7.30mín eftir af fjórða…ekkert sem bendir til þess að Keflavík ætli nokkuð að hleypa KR nærri sér.
– Fjórði er hafinn og Patechia Hartman er utan vallar hjá KR og fær smá aðhlynningu. Hún þarf engu að síður að vera mun meiri drifkraftur í liði röndóttra en Patechia hefur átt erfitt uppdráttar í kvöld.
– Þá er lokaspretturinn framundan, á KR nóg á tanknum til að klóra sig nærri sterku Keflavíkurliðinu?
 
3. leikhluti
– 40-62 og leikhlutanum lokið. Þriðji leikhluti miklu jafnari en tveir fyrstu en fátt annað en kraftaverk myndi forða KR frá tapi í þessum leik.
– 38-62 Telma Lind með þrist fyrir Keflavík, hennar fyrstu stig í leiknum.
– 36-56 og Keflavík svara með 6-0 dembu og kemur muninum aftur upp í 20 stig.
– 36-50 Björg Guðrún með þrist og minnkar muninn í 14 stig.
– Stórskyttunni Jenkins í liði Keflavíkur hefur ekkert gengið að finna körfuna fyrir utan þriggja síðustu mínútur.
– 33-50 og 5.00mín eftir af þriðja og Keflvíkingar taka leikhlé. KR opnar síðari hálfleik með 7-3 dembu.
– 31-50 og heimakonur mun grimmari hér í síðari hálfleik en í þeim fyrri.
– 29-50 – Sara Rún varð hér fyrst kvenna í kvöld til að landa tvennu í leiknum, komin með 12 stig og 11 fráköst.
– Síðari hálfleikur er hafinn og hann opnar Pálína Gunnlaugsdóttir með Keflavíkurþrist og staðan 26-50 fyrir gestina.
 
Sara Rún hefur verið skæð í Keflavíkurliðinu í kvöld
 
Skotnýting liðanna í hálfleik

KR:
Tveggja 38,4% – þriggja 0% (0/9) – víti 85,7%
 
Keflavík:
Tveggja 59,2% – þriggja 37,5% – víti 85,7%
 
– Sara Rún Hinriksdóttir og Pálína María Gunnlaugsdóttir eru stigahæstar í liði Keflavíkur báðar með 12 stig en Sara er einnig með 8 fráköst. 
– Hjá KR er Sigrún Ámundadóttir með 8 stig og 4 fráköst.
 
26-47: Hálfleikur 
 
2. leikhluti
– Keflvíkingar að loka fyrri hálfleik með sirkustöktum, ,,behind the back” sending Jessicu á Söru Rún skilaði Keflavík í 26-47 og þannig standa leikar í hálfleik.
– KR mætti út úr leikhléinu með svæðisvörn en Keflvíkingar skoruðu strax á hana, staðan 24-45 og 35 sek eftir af fyrri hálfleik.
– 1.24mín eftir í DHL Höllinni og leikhlé í gangi. Þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir með 10 stig eða meira.
– 22-43 Anna María Ævarsdóttir skellti niður tveimur vítum fyrir KR og Björg Guðrún stal svo boltanum, brotið á henni og tvö víti aftur hjá KR. 
Keflavíkurvörnin er þétt, þvinga KR í mörg mistök og keyra svo vel í bakið á þeim, sérkenni Keflvíkinga í ,,essinu” sínu í kvöld.
Nýting KR kvenna í fyrri hálfleik er afleit, allir sjö þristarnir til þessa hafa klikkað og 45% í teignum.
– 18-39 og 4.29 mín til hálfleiks, Keflvíkingar hafa sett 10-4 á KR síðustu tvær mínútur og KR tók leikhlé. Stefnir í óefni hjá röndóttum.
– 14-29 fyrir Keflavík og 6.50mín eftir af fyrri hálfleik. Guðrún Gróa og Helga Einars að koma inn á ný í liði KR og þær þurfa að kveikja eldinn hjá röndóttum.
Pálína var rétt í þessu að stela fimmta boltanum sínum!
– 10-27…Keflvíkingar í sama gír og í fyrsta leikhluta, Jessica Jenkins opnar með þrist. 
 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sækir að Keflavíkurvörninni í 1. leikhluta
 
1. leikhluti
– 10-24 og fyrsta leikhluta er lokið. Keflvíkingar mun sterkari og ákveðnari, gestirnir rúlla vel á hópnum sínum og ekki amalegt að láta Birnu Valgarðsdóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur koma trítlandi inn af bekknum. Langt kvöld framundan hjá KR ef þetta heldur svona áfram!
– 8-19 og Keflvíkingar eru miklu ákveðnari hérna í DHL-Höllinni. Pálína dottin í átta stig.
– 8-14 og 2.37mín eftir af fyrsta þegar Finnur Freyr tekur leikhlé fyrir KR. Heimastúlkur frekar bragðdaufar hér í upphafi.
– 8-12 og Keflvíkingar síga hægt og bítandi fram úr KR eftir því sem líður á fyrsta leikhluta.
– 6-7 Jessica Jenkins að koma Keflavík yfir með þrist. Þetta er tiltölulega rólegt hér á upphafsmínútunum.
Stórskáldið í ljósmyndaheiminum, Tomasz Kolodziejski, var að detta í hús svo myndaþyrstir eiga von á góðu í kvöld.
– 2-2 Patechia svaraði að bragði fyrir heimakonur í KR.
– 0-2 Fyrir Keflavík, Pálína skorar strax eftir uppkastið sem Keflavík vann.
 
Byrjunarlið KR:
Patechia Hartman, Björg Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Sigrún Ámundadóttir og Helga Einarsdóttir.
 
Byrjunarlið Keflavíkur:
Ingunn Embla Kristínardóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir, Jessica Jenkins, Sara Rún Hinriksdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.
Fréttir
- Auglýsing -