spot_img
HomeFréttirBein textalýsing : Ísland- Svíþjóð U18 kvenna

Bein textalýsing : Ísland- Svíþjóð U18 kvenna

 Hérna kemur bein textalýsing frá leik Íslands og Svíþjóðar í U18 kvenna.  Þær sænsku eru ósigraðar á mótinu með 3 sigra en Íslenska liðið hefur unnið einn og tapað tveimur leikjum.  Svíþjóð og Finnland keppast því um Norðurlandameistaratitilinn í þessum flokki.  
Stigahæst í liði Íslands í dag var  Sara Rún Hinriksdóttir með 17 stig, Guðlaug Björt Júlíusdóttir var næst með 15 stig og Sandra Lind Þrastardóttir skoraði 4 stig.  
 
 
 
 
 
Elsa Rún Karlsdóttir, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir og Elínora Einarsdóttir 
 
Fjórði leikhluti 
 
– 40 stiga tap staðreynd.  Svíþjóð var einfaldlega betri aðilinn í dag og sigur þeirra aldrei í hættu 
 
– Ein mínúta etir, munar 38 stigum á liðunum. 
 
– Sara Rún setur þrist, munurinn stendur í 36 stigum, 46-82 
 
– Hvorugt liðið hefur skorað síðustu tvær mínúturnar.  Ísland tekur aftur leikhlé
 
– 43-80 eftir þrjár mínútur.  
 
– Svíþjóð er að spila alveg svakalega vel, þær láta boltan ganga, eru þolinmóðar og nýta skotin sín alveg ótrúlega vel.  Þær eru ennþá að skjóta 54% í tveggja stiga skotum á meðan Ísland er að skjóta 27%.  Þær sænksu eru illviðráðanlegar þegar þær eru í þessum gír 
 
Guðlaug Björt  Júlíusdóttir 
 
 Þriðji Leikhluti 
 
– Svíþjóð undirstrikar það með því að setja buzzer þrist og leiða með 33 stigum þegar flautað er til loka þriðja leikhluta.  
 
– Íslenska liðið er alveg að detta afturúr hérna í lok þriðja, munurinn er kominn upp í 30 stig og lítið sem ekkert að gerast hjá íslenska liðinu.  42-72 
 
– Ennþá bæta svíar í forskotið og Finnur tekur leikhlé fyrir Ísland, 40-61 og fjórar mínútur eftir af þriðja leikhluta.  
 
– Ísland tekur leikhlé, 36-52.  Svíþjóð er allt í öllu hérna í upphafi seinni hálfleiks.  
 
– 36-48, þær gefast ekki upp þó á brattan sæki 
 
– Elínora setur þrist, íslenska liðið þurfti á þessu að halda.  Svíþjóð hafði byrjað fyrstu tvær mínúturnar 9-1
 
– Þær Sænsku setja sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik, 30-46.  
 
– Byrjunarlið Íslands í seinni hálfleik eru  Sandra, Bríet, Sara, Elínora og Elsa 
 
 
Stigahæst í hálfleik hjá Íslenska liðinu er Guðlaug Björt Júlísudóttir með 13 stig en næst kemur Sara Rún Hinriksdóttir með 10 stig og Sandra Lind Þrastardóttir með 4 stig. 
 
Sandra Lind Þrastardóttir 
 
Annar leikhluti 
 
– 30-39 þegar flautað er til hálfleiks.  Íslenska liðið er á réttri leið en þær þurfa að finna fleiri lausnir í sókninni og skerpa á varnarleiknum.  
 
– Leikhlé Ísland, 28-37.  Það þarf aðeins að skerpa á vörninni en leikurinn er klárlega að snúast í rétta átt. 
 
– Stelpurnar eru að láta boltann ganga og vinna fyrir sig.  Þetta lítur allt miklu betur út heldur en í fyrsta leikhluta 
 
– Bríet setur þrist, þetta minnkar hægt og rólega, 26-35.  
 
– Guðlaug er sjóðandi heit þessa stundina, setur næstu tvö líka og munurinn kominn niður í 11 stig, 23-34. 
 
– Guðlaug setur þrist, þær minnka muninn smá saman, 21-34.  
 
– Fjögur stig í röð hjá Íslenska liðinu og Svíþjóð tekur leikhlé.  18-34. 
 
– Þær sænsku voru að setja sinn fjórða þrist í leiknum, það telur þegar Ísland hefur aðeins sett einn.  Svíþjóð er einnig með 61% nýtingu utan af velli sem verður að teljast alltof mikið
 
– Ísland byrjar annan leikhluta nokkuð vel sóknarlega, þær setja fimm stig á fyrstu mínútunni en Svíar svara jafn óðum 15-31 
 
Bríet Sif Hinriksdóttir 
 
Fyrsti leikhluti 
 
– Það fellur allt með þeim sænsku hérna í fyrsta leikhluta, 10-26 þegar leiktíminn rennur út.  Svíþjóð bætti við tveimur stigum akkurat um það leiti sem tíminn rann út 
 
– 10-23- Þær sænsku labba alltof oft auðveldlega í gegnum íslensku vörnina.  2 mínútur eftir af fyrsta leikhluta 
 
– Tvær sóknir í röð missa stelpurnar boltan útaf, klaufaskapur! 
 
– Sandra berst fyrir hverjum bolta, tekur sóknarfrákast og skilar því niður, 8-16. 
 
– Guðlaug setur næstu tvö stig af vítalínunni, En þær sænsku skora alltaf jafn óðum, 6-11 
 
– Það skilaði sér beint unná völlinn, Sandra skorar strax í kjölfar leikhlésins, 4-9
 
– Leikhlé Ísland, 2-9 og Finnur ræðir við stelpurnar um hverju þarf að breyta 
 
– Þær sænsku byrja af miklum krafti og hafa varla misnotað eitt skot, þær leiða 2-7 eftir tvær mínútur 
 
– Sara Rún skorar fyrstu stig íslands eftir glæsilega sendingu frá Söndru, 2-2 
 
– Byrjunarlið Íslands er Sandra, Bríet, Sara, Eva og Guðlaug 
 
Fyrir leik 
 
– Liðið tekur vel undir þjóðsönginn og það er sjáanlega mjög góður andi yfir hópnum.  Þær ætla augljóslega að hafa gaman af leiknum í dag og vonandi skilar það sér út á völlinn. 
 
– Liðin hita upp þessa stundina, þjóðsöngvar verða spilaðir hérna eftir nokkrar mínútur.  
Fréttir
- Auglýsing -