spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland-Noregur U16 kvenna

Bein textalýsing: Ísland-Noregur U16 kvenna

Hér að neðan fer leiklýsing úr viðureign Íslands og Noregs í U16 ára flokki kvenna. Íslenska liðið hafði stóran og sannfærandi sigur gegn Eistum í gær. 
 
Ísland 69-41 Noregur
 
Thelma Dís Ágústsdóttir 14 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar
Sylvía Rún Hálfdánardóttir 9 stig, 12 fráköst
Elfa Falsdóttir 9 stig
Linda Róbertsdóttir 9 stig, 8 fráköst

Thelma Dís Ágústsdóttir átti flottan leik með íslenska liðinu

Fjórði leikhluti

– Leik lokið: Ísland 69-41 Noregur. Annar sterkur sigur íslenska U16 ára liðsins á mótinu. Flottur bolti hjá stelpunum.
 
– 65-34 Thelma Dís með þrist fyrir Ísland, Thelma búin að leika vel í íslenska liðinu í dag, komin með 14 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. 

– 58-32 og 4.34mín eftir af leiknum. 

– Norðmenn opna leikhlutann 2-6 og minnka muninn í 55-32 og tæpar 7 mínútur til leiksloka. Þessi sigur er ekki og verður þó ekki í nokkurri hættu.

– Fjórði leikhluti er hafinn…

 

Þriðji leikhluti

 
– 53-26 Björk Gunnarsdóttir lokar leikhlutanum fyrir Ísland með flautukörfu í teignum við endalínuna, flott tilþrif og Ísland vinnur leikhlutann 22-7!

– Einar Árni Jóhannsson þjálfari U18 ára karlaliðsins situr hér hjá okkur í fjölmiðlaveri í Solnahallen og er að fylgjast með leiknum, hann hafði þetta að segja um frammistöðu U16 stelpnanna: „Svakalegur kraftur í stelpunum, varnarleikurinn öflugur sem skilar þeim auðveldum körfum og á hálfum velli er boltaflæðið gott og þær spila virkilega vel saman sem lið.“

– Gunnhildur Bára Atladóttir gerir sín fyrstu stig í leiknum fyrir Ísland og kemur okkar dömum í 48-22. Norðmenn hafa verið sigraðar þú enn séu tæpar 12 mínútur eftir af leiknum, getumunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. 

– 40-22 Norðmenn gera þrist og þar með sín fyrstu stig í þriðja leikhluta eftir tæplega sex mínútna leik, baráttan í varnarleik íslenska liðsins hefur verið til algerrar fyrirmyndar og leikmenn einnig að koma vel innstilltir af bekknum.

– 40-19 Inga Rún eykur muninn í 21 stig og Ísland opnar þriðja leikhluta með 9-0 áhlaupi, fæst ekki séð að Norðmenn eigi afturkvæmt inn í þetta.

– 36-19 Thelma Dís skoraði og fékk villu að auki, vítið steinlá og þar skömmu síðar skoraði Svanhvít Ósk Snorradóttir og staðan orðin 38-19. Íslenska liðið er að valta yfir Norðmenn sem taka leikhlé þegar ein og hálf mínúta er liðin af öðrum leikhluta. 

Ísland byrjar með boltann, Elfu Falsdóttur er ekki til setunnar boðið svo hún lemur sér leið gegnum norsku vörnina og kemur Íslandi í 33-19 með góðu sniðskoti.

Hálfleikstölur

 
Ísland 31-19 Noregur
Thelma Dís Ágústsdóttir með 6 stig og 4 fráköst
Elfa Falsdóttir og Dýrfinna Arnardóttir báðar með 5 stig
*Óeigingjarn bolti hjá íslenska liðinu, skotvalið gott en nýtingin slæm.


Annar leikhluti

– Hálfleikur: Ísland 31-19 Noregur. Fyrri hálfleik lauk með flottu vörðu skoti frá grjótharðri Haukakonu að nafni Inga Rún Svansdóttir en hún er gríðarlegur baráttujaxl, komin með 4 stig og 4 fráköst hér í hálfleik en stigahæst í íslenska liðinu í leikhléi er Thelma Dís Ágústsdóttir með 6 stig. 

– 31-19 stolinn bolti sem endar í hraðaupphlaupi þar sem Thelma Dís Ágústsdóttir kláraði af öryggi. Íslenska liðið með talsverða yfirburði hér í öðrum leikhluta.

– 19-29 Elfa Falsdóttir með þrist fyrir Ísland og eykur muninn í 10 stig. Gaman að sjá liðið hreyfa boltann svona vel og fá góð skot. 

– 26-19 og 2.32mín eftir af fyrri hálfleik þegar Norðmenn taka leikhlé. 

– 24-19 Dýrfinna með annað þriggja stiga skot, þetta vildi ekki niður en hún tók sjálf frákastið og skoraði í norska teignum, flott innkoma hjá Dýrfinnu sem er komin með 5 stig á 4 mínútum í íslenska liðinu.

– Jæja, þá er fyrsti íslenski þristurinn kominn eftir tæplega 15 mínútna leik en hann gerði Dýrfinna Arnardóttir og Ísland leiðir nú 22-15.

– Linda Þórdís kemur Íslandi í 18-13 með körfu í norska teignum. Flott byrjun á öðrum leiklhuta hjá íslenska liðinu sem þó hafa ekki sett þrist, eru 0-4 í þristum og eru því að sækja bara meira á körfuna.

– 16-13 Sylvía Rún setur niður tvö víti fyrir Ísland. 

– Ísland byrjar með boltann.

 

Bríet Lilja Sigurðardóttir sækir að norsku vörninni í fyrsta leikhluta

Fyrsti leikhluti

– Fyrsta leikhluta er lokið. Ísland leiðir 12-11, góð barátta í báðum hópum. Íslenska liðið hittir afar illa, boltinn flýtur þó vel og stelpurnar eru að finna ágæt skot en þau vilja ekki niður. 

– 12-11 Bríet Lilja skorar í teig Norðmanna eftir flott samspil. 

– 10-11 Norðmenn leiða og 3mín eftir af fyrsta leikhluta. 

– 8-8 Sylvía Rún jafnar fyrir Ísland á vítalínunni og íslenska liðið búið að gera sex af fyrstu 8 stigum sínum af góðgerðarlínunni.

– 4-5 Inga Rún Svansdóttir með tvö víti fyrir Ísland en Norðmenn svara með þrist, 4-8 og hafa sett niður báða þristana sína, þau norsku virðast hafa legið í skotvélinni síðustu daga því U16 ára liðið þeira í karlaflokki hitti í leiknum áðan eins og enginn væri morgundagurinn.

– Thelma Dís Ágústsdóttir kom Íslandi á blað 2-0 með vítaskotum en Norðmenn svara með 5-0 syrpu og leiða 2-5 á upphafsmínútum leiksins.

– Ísland vinnur uppkastið og byrjar með boltann.

Fyrir leik:

 
– Byrjunarlið Íslands: Elfa Falsdóttir, Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Inga Rún Svansdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir.

 

Fréttir
- Auglýsing -