spot_img
HomeFréttirBein textalýsing - Ísland - Finnland U16 karla

Bein textalýsing – Ísland – Finnland U16 karla

 Fyrsti leikur Íslands á Norðurlandamótinu í dag er gegn Finnlandi í undir 16 ára karla.  U16 kk hafa unnið tvo fyrstu leikina á mjög dramatískan hátt og eru því öllu vanir.  Nú reynir á þegar þeir mæta sterkum finnum.  Hérna fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leiknum og viðtal etir leik.  
Tölfræði leiksins

Ingvi Þór Guðmundsson: 

 
 
 
 
 
 
Fjórði leikhluti 
 
– Lokatölur í dag 101-87.
 
– Finnar klára leikinn á lokasekúndunum með flottri vörn.  Lélegur þriðji leikhluti er að kosta íslenska liðið þennan sigur.  
 
– Eyjólfur Ásberg heldur ennþá í vonina, hann hendir í sniðskot og fær villuna að auki.  Hann setur auðvita vítið og minnkar muninn niður í 11 stig þegar ein mínúta er eftir, 98-87 
 
– Fimm stig frá íslandi á innan við 4 sekúdnum, Ingvi Guðmunds stelur boltanum úr innkasti og setur þrist.  Hann fær sína fimmtu villu strax í næstu sókn Finna,94-82.  
 
– Íslendingar eru að brjóta í hverri einustu sókn Finna.  Það mun ekki duga til sigurs.  Þrjár mínútur eftir og Finnar leiða með 17 stigum, 94-77.  
 
 - Árni Elmar  setur þrist sem Finnar svara um hæl, Maxhuni er kominn með 25 stig og hefur reynst okkur afar erfiður í dag.  Hann hefur sett fimm af tíu þristum Finna í leiknum 
 
– Finnar eru að ganga á lagið, forskotið komið aftur upp í 13 stig, 87 -74.  
 
– Miðherji finna er sendur á línuna við hvert tækifæri, hann er ekki færasta vítaskyttan og hefur sett 3 víti í 8 tilraunum.  Hann þakkaði guði með skemmtilegri handabendingu þegar seinasta vítið fór ofaní.  
 
– Miðherji Finna klikkar á tveimur vítum en Finnar ná frákastinu og setja þrist í horninu, rándýrt, 
 
–  Þetta lið hefur unnið á æsispennandi lokakafla í hinum tveimur leikjunum, það gefur okkur von um að comeback kóngarnir geti endurtekið leikinn í dag líka 
 
– Brynjar Karl setur þrist, 79-71.  Þetta er ennþá leikur
 
– Ingvi Guðmunds brítur af sér og fær tæknivillu fyrir  mótmæli að því er virðist.  Dómararnir eru ekki að gefa okkur neitt og hafa dæmt fimm villur á íslenska liðið strax eftir 2 og hálfa mínútu.  Finnar eru því í bónus það sem eftir lifir leiks og fara á línuna í hvert skipti sem Ísland brýtur af sér.  
 
– Íslenska liðið er að leyfa alltof mörg opin skot fyrir utan, en Finnar hafa sett 8 þrista í leiknum.  
 
– 72-64 eftir eina og hálfa mínútu.  Íslenska liðið stelur boltanum í tvígang en uppskera eina körfu fyrir vikið.  
 
 
 
Þriðji Leikhluti        
 
– Finnar seta þrist áður en flautað er til loka þriðja leikhluta, 70-59. 
 
– Brynjar Karl setur Þrist fyrir Ísland og Þórir Guðmundur stelur boltanum strax aftur og sniðskotið liggur.  Snögg fimm stig.  67-59. 
 
– Finnland hefur skorað 34 stig í þriðja leikhluta, það er alltof mikið.  
 
– Ísland tekur leikhlé þegar forskot Finnlands er komið í 13 stig, 67-54.  
 
– Enn einn þristurinn frá Finnum, 65-54.  Núna þarf íslenska liðið að taka sig á og mæta þessum skotum
 
– Það dettur allt hjá Finnum þessa stundina, 60-54
 
– Finnar hafa náð sínu stærsta forskoti í leiknum til þessa, 55-50 eftir þrist frá stigahæsta manni Finna, Edon Maxhuni.  
 
– Finnar eru aftur komnir yfir í stöðunni 51-50 . 
 
– Finnar hafa náð að minnka muninn og nú munar aðeins einu stigi á liðunum, 47-48.  
 
– Aftur er Íslenska vörnin að skila vel, Ingvi Guðmunds stelur boltanum, hendir honum fram völllinn þar sem Þórir Guðmundur treður boltanum að hætti iðnaðarmanna
 
-Ingvi Guðmunds skorar fyrstu stig íslands í seinni hálfleik, 37-42. 
 
– Ingi Guðmunds, Sveinbjörgn, Jón Arnór, Jörundur Snær og Þórir Guðmundur byrja seinni hálfleik 
 
 
Annar leikhluti 
 
Stigahæstur í Íslenska liðinu í hálfleik er Ingvi Guðmundsson og Þórir Guðmundur með 8 stig, næstu menn eru  Jón Arnór með 7 stig og Brynjar Karl með 4 stig.  
 
– Þegar flautað er til hálfleiks leiðir Ísland með 7 stigum, 33-40.  
 
–  Lýsandi fyrir leikinn að í svona 10 sekúdnur voru leikmenn vallarins dreyfir um allt.  Ísland stal boltanum, missti hann og stal honum aftur.  Þvílík spenna og ákefð.
 
– Tvær sóknir í röð hefur íslenska liðið fengið dæmd á sig skref.  klaufaleg mistök hjá íslenska liðinu 
 
– Varnarleikur Íslenska liðsins er að skila þessa stundina, Ísland leiðir með 9 stigum, 28-37.  
 
– Þórir Guðmundur setur þrist í næstu sókn og Ísland er aftur komið í 27-31.  
 
– Ingvi setur bæði vítin ofaní, 27-28. 
 
–  Finnland tekur leikhlé stuttu seinna, 27-26 og Ingvi Guðmundsson fer á vítalínuna eftir leikhlé 
 
– Finnar hafa frumkvæðið þessa stundina en Ísland hefur ekki leyft þeim að stinga af ennþá þó sóknarleikurinn sé stirður, 27-26 
 
– Árni Elmar var ekki lengi að svara fyrir það og setti þrist í næstu sókn, 23-24. 
 
– Sóknarleikur Íslands hefur ekki fundið sig í öðrum leikhluta og FInnar hafa jafnað í stöðunni 21-21 
 
– Þórir Guðmundur setur þrist á öðrum enda vallarins, brunar til baka og ver skot Finna í spjaldið, þvílík tilþrif 
 
– Árni Elmar, Sveinbjörn, Brynjar Karl, Ingvi Karl og Þórir Guðmundur byrjar annan leikhluta
 
 
 
 
 Fyrsti leikhluti 
 
– Sveinbjörn tekur sóknarfrákast sem hann skilar á Brynjar Karl, 12-18.  Seinasta skot Finna reyndist of seint og flautan hafði gollið.  Fyrsta leikhluta því lokið.  
 
– ein mínúta eftir og Ísland tekur leikhlé, 12-16 fyrir Íslandi
 
– Ingvi Karl sendur á línuna þegar það er brotið á honum í sniðskoti, í næstu sókn fer Sveinbjörn á línuna þegar það er brotið á honum þegar hann tekur niður frákast.  Ísland er komið í bónus. 
 
–  Há pressa hjá íslenska liðinu skilar boltanum, Finnar gefa inn af hliðarlínu og henda boltanum beint aftur útaf.  
 
– Brynjar Karl með sín fyrstu stig í dag, 10-13. 
 
– Eyjólfur keyrir endanna á milli og sendir laglega sendingu á Sveinbjörn sem skilar boltanum ofaní, 7-11 
 
– Ísland er mætt, þeir ná aftur að stoppa og hafa skorað 7 stig í röð.  5-9 fyrir Ísland
 
-Jón Arnór stal boltanum, finnar brutu á honum og sendu hann á línuna.  Hann setti svo þrist strax í næstu sókn.  5-7 fyrir Íslandi 
 
– Finnland mætir boltanum mjög hátt á vellinum og ná þennig að taka tíma af íslensku sókninni.  Það hefur reynst vel fyrir Finna hingað til 
 
– Fyrstu stig Íslands skorar Jón Arnór Sverrisson, 4-2 fyrir Finnlandi
 
– Skotin hafa ekki verið að detta á fyrstu mínútunum, bæði lið að henda múrsteinum eins og menn segja. 2-0 eftir 2 mínútur. 
 
– Byrjunarlið Íslands er  Jón Arnór, Eyjólfur Ásberg, Jörundur Snær, Þórir Guðmundur og Sveinbjörn. 
Fréttir
- Auglýsing -