Hér að neðan fer bein textalýsing frá viðureign Íslands og Eistlands í U18 kvenna á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þetta er fyrsti leikur Íslands á mótinu.
Sandra Lind eftir leik :
4.leikhluti
-Stigahæstar í liði Íslands var Sara Rún með 18 stig en hún spilaði ekkert eftir meiðsli strax í upphafi fjórða leikhluta. Næstar voru Sandra Lind með 6 stig og 10 fráköst og Briet Sif Hinriksdóttir með 6 stig.
-Leik lokið, 41-77. Sannfærandi Sigur Eistlands.
– Karfan hennar Guðbjargar virðist ekki hafa dugað til að kveikja í Íslenska liðinu, 30 sekúndur eftir af leiknum og ennþá eru þetta einu stig liðsins í fjórða leikhluta.
-Guðbjörg Ósk setti loksins fyrstu stig Íslands í fjórða leikhluta, flottur þristur af hægri vængnum, 41-71.
-Það ætlar ekkert að ganga upp hjá íslenska liðinu í fjórða leikhluta, boltinn skoppar ítrekað af en ekki á. Það vantar eitthvað uppá hérna undir lokin
– Íslenska liðið hefur ekki ennþá skorað í fjórða leikhluta og fimm mínútur liðnar. Eistland bætir því jafnt og þétt í forskotið.
-Eistland gengur á lagið og bætir hægt og rólega í forskotið en það var komið upp í 23 stig strax eftir tvær mínútur í fjórða leikhluta.
-Sara Rún liggur eftir eina sókn í fjórða leikhluta, hún heldur um kálfan og virðist hafa fengið krampa. Hún haltrar af velli og fær aðhlynningu hja Gunnlaugi Brím, sjúkraþjálfara, og Helenu Sverris. Vonandi fáum við hana fljótt aftur inná völlinn.
3.leikhluti
– Eistland leiðir leikinn með 15 stigum þegar einn leikhluti er eftir, 38-53. Íslensku Stelpurnar fundu sig ekki sóknarlega í þriðja leikhluta og skora aðeins 11 stig.
-Eistland með góðan kafla og eru komnar aftur með 9 stiga forskot, 38-47. Íslenska sóknin er að hiksta og opin skot að klikka.
-Sara Rún setti erfitt skot af baseline og minnkar muninn aftur niður í 4 stig, 36-40. Ákefð í íslenska varnarleiknum er að skila sér og þær sækja hratt.
– Bríet og Sara skora fyrstu tvær körfur íslands í seinni hálfleik og það munar sjö stigum á liðunum þegar þrjár mínútur eru liðnar af þriðja leikhluta, 31-37.
– Sandra, Sara, Guðlaug, Elsa, og Bríet byrja seinni hálfleik
Hálfleikstölur:
Ísland 27-34 Eistland
Stigahæst í liði Íslands í hálfleik er Sara Rún með 9 stig en næstar koma Sandra Lind með 6 stig, Bríet Sif og Guðlaug Björt voru með 4 stig.
Skotnýting:
Ísland: Tveggja 28,6% – þriggja 11,1% og víti 80%
Eistland: Tveggja 44% – þriggja 50% og víti 60%
Sara Rún leiðir íslenska liðið í hálfleik með 9 stig og 4 stolna bolta.
2. leikhluti:
– Fyrri hálfleik er lokið. Staðan er 27-34 fyrir Eistland. Eistar tóku 7-0 lokasprett á fyrri hálfleik, héldu íslenska liðinu í skefjum með svæðisvörn.
– Eistar hafa nokkuð verið í svæðisvörn í öðrum leikhluta og skyldi engan undra, Ísland er 1-7 í þristum eins og sakir standa svo Eistar þétta teiginn og hafa nú góðar gætur á þeim Söru Rún og Söndru Lind.
– 2.49mín eftir af öðrum leikhluta og Eistar leiða 27-29.
– 27-27 Sandra Lind Þrastardóttir jafnar leikinn fyrir Ísland með tveimur vítaskotum. Svo virðist sem misræmi sé í livestat og því sem er sýnt á leiktöflunni, þar er staðan 27-27 en livestat segir 27-28 fyrir Eista, þetta verður væntanlega komið á hreint eftir nokkrar mínútur.
– 25-27 munurinn kominn niður í tvö stig, Sara Rún er að halda íslenska liðinu við efnið, komin með 9 stig og 4 stolna bolta, stórhættuleg á báðum endum vallarins.
– 21-25 Sandra Lind skorar í teignum þetta er allt í rétta átt, betri barátta í vörninni og boltinn farinn að fljóta betur á sóknarendanum…okkar dömur virðast vera að hlaupa af sér gæsahúðina enda er hópurinn skipaður sterkum spilurum sem eiga mikið inni sé tekið mið af fyrsta leikhluta.
– 19-25 Sara Rún með þrist og það lifnar yfir íslenska hópnum.
– 16-25 Sandra Lind gerir sín fyrstu stig eftir stolinn bolta og stoðsendingu hjá Söru Rún, laglegt samspil hjá Keflvíkingunum öflugu.
– Annar leikhluti er hafinn og Eistar leiða 12-21.
Guðbjörg Ósk Einarsdóttir sækir að Eistum í fyrsta leikhluta
1. leikhluti:
– Fyrsta leikhluta er lokið og Eistar leiða 12-21 – íslenska liðið er 5-18 í teignum og 3-0 í þriggja stiga.
– 12-21 Eva Margrét Kristjánsdóttir með körfu og villu að auki undir lok leikhlutans en brennir af vítinu.
– 10-18 Eistar tóku 7-0 áhlaup áður en Sara Rún kom að körfu fyrir íslenska liðið, vantar mun meiri grimmd í íslenska hópinn.
– 8-11 Sara Rún minnkar muninn en Eistar komust í 4-11. Batamerki á leik íslenska liðsins eftir næfurþunnar upphafsmínútur.
– 4-8 fyrir Eista og Sandra Lind fær sína aðra villu í íslenska liðinu en þessar tæpu fyrstu sjö mínútur leiksins er íslenska liðið 2-11 í teignum og 3-0 í þristum svo það er óhætt að segja að skotnýtingin geti fátt annað en batnað héðan af.
– Nokkur svona upphafsbragur á báðum liðum, skotin svona hrynja af hringnum og bæði lið eru að fóta sig.
– 4-4 Bríet Sif jafnar eftir hraðaupphlaup þar sem Guðlaug Björt stal boltanum og splæsti í myndarlega stoðsendingu á Bríeti.
– 2-0 Guðlaug Björt Júlíusdóttir skorar fyrstu stig Íslands á NM 2014.
– Leikur er hafinn, byrjunarlið Íslands er: Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.
Fyrir leik:
– Þetta er annað árið í röð sem Eistar taka fullan þátt í Norðurlandamótinu. Leikið er í riðlakeppni
– Íslenski hópurinn lenti í Svíþjóð laust eftir hádegi að staðartíma og því þurfa stelpurnar að vera fljótar að ná áttum og mæta Eistum af fullum krafti.
– Borgnesingurinn Finnur Jónsson stýrir U18 ára landsliði Íslands en honum til aðstoðar er Árni Hilmarsson.