Hér að neðan fer bein textalýsing frá viðureign Íslands og Eistlands í U18 karla á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þetta er fyrsti leikur U18KK á mótinu.
Jón Axel eftir leik:
4. leikhluti
– Leik lokið með sannfærandi sigri. Lokatölur 89-61.
– Leikurinn er hægt og rólega að leysast upp. Íslenska liðið getur leyft sér vafasamar sendingar og er farið að leika sér örlítið. Ekkert að því þegar liðið er 20 stigum yfir. Það er góð stemming í liðinu og heldur vonandi þannig áfram.
– Eistland hefur gripið til þess að spila aggressívari vörn og eru að brjóta mikið. Íslenska liðið er með 68% vítanýtingu, mætti vera hærri en dugar og gott betur í dag.
– Það fá allir að spila í dag og byrjunarliðið er nánast allt á bekknum eins og er.
– Það virðist fátt geta komið í veg fyrir Íslenskan sigur, þann fyrsta á NM í ár. 76-53 þegar fimm mínútur eru eftir.
– Ísland hélt uppteknum hætti og skoraði fyrstu sjö stig fjórða leikhluta, 67-43.
3. leikhluti
-Tveir helstu drifkraftar í íslenska sóknarleiknum, Kári og Jón Axel, fengu smá hvíld undir lok þriðja leikhluta en það kom ekki að sök. Ísland hafði náð 17 stiga forskoti þegar þriðji leikhluti var búinn. 60-43.
– Íslenska liðið bætir bara í, Kári er mjög duglegur að keyra á körfuna og ógna. Eistland tekur svo leikhlé þegar það munaði 12 stigum á liðunum, 54-42 og 2 mínútur eftir af þriðja leikhluta.
– Kári keyrir framhjá sínum manni og setur sniðskotið niður, 44-36. Strákarnir eru orðnir mjög metnaðarfullir og ætla að stela öllum boltum og setja þrist í hverri sókn. Það er sjálfstraust í mönnum.
– Kári ver boltan, nær honum og hendir honum fram á Jón Axel sem er lang fyrstur og hendir í þrist við endalínu. Svellkaldur og setur það niður. 42-34 og Eistland tekur leikhlé
– Kári opnar seinni hálfleik með laglegu sniðskoti, Jón Axel bætir um betur, stelur boltanum strax í næstu sókn Eistlands og Ísland er komið með þriggja stiga forskot, 37-34.
2. leikhluti
– Jón Axel er að eiga stórleik með heil 21 stig í fyrri hálfleik, næstu menn eru Hilmir með 5 stig, Kári og Daði Lár með sitthvorn þristinn.
– Hálfleikstölur eru því 33-34 fyrir Eistlandi. Íslensku strákarnir fara fullir sjálfstraust inní hálfleik en þeir kláruðu annan leikhluta af miklum krafti.
– Varnarleikur Íslenska liðsins er að skila þessum góða kafla, Eistland er að henda boltanum frá sér ítrekað og finna engar glufur á Íslenska varnarleiknum.
– Jón Axel fer í hraðaupphlaup, setur það niður og fær vítið að auki. Strax í næstu sókn setur hann þrist og munurinn er kominn niður í 1 stig, 33-34.
-Eistland tekur leikhlé í stöðunni 25-34. Íslenska liðið er farið að spila með meira sjálfstrausti í sókninni og vonandi skilar það sé uppá stigatöfluna.
– Jón Axel er að spila flotta vörn og pressar Eistland hátt og vel. Hann er sá sem liðið leitar til akkurat núna.
– Pressuvörn Eistlands er að virka alltof vel, okkar menn eru að gefa auðveldar körfur og munurinn eykst. Jón Axel setti þó annan þrist Íslenska liðsins en munurinn á liðunum er 13 stig, 21-34.
– Íslensku leikmennirnir og þjálfarar virðast ekki vera ánægður með dómsgæsluna í dag, eru að fá á sig skref og klaufalega dóma sem skapar pirring.
– Varnarleikur Íslenska liðsins er ekki sá sami hérna í öðrum leikhluta, þeir hafa fengið á sig 10 stig á fyrsti fjórum mínútunum og skorað aðeins 3 stig sem komu frá Daða Lár
– Eistland mætti sterkt til leiks í öðrum leikhluta og leiða með 12 stigum strax eftir tvær og hálfa mínútu, 15-27.
1. leikhluti
– Eistland svarar með 5 stigum í röð og leiða svo 13-18 þegar ein og hálf mínúta er eftir. Þeir komast upp með að taka opna þrista sem þeir nýta vel.
– Eistland tekur leikhlé en Ísland hefur núna skorað 8 stig í röð og leiða 11-8 eftir tvö víti frá Jóni Axel
– Íslenska liðið snéri þessu hressilega við með tveimur þristum frá Kára og Hilmi, 9-8 eftir sex mínútur af leik.
– íslenska liðið hefur ennþá bara skorað þessa einu körfu úr hraðaupphlaupi eftir fimm mínútur af leik. Þeir keyra hratt en virðast lenda í vandræðum þegar Eistland nær að stilla upp í vörn.
– Pétur Rúnar nær sér í sína þriðju villu strax eftir þrjár mínútur og fer á bekkinn, Hilmir kemur inná fyrir hann.
- Jón Axel skorar fyrstu stig Íslands með sniðskoti eftir laglegt hraðaupphlaup.
– Byrjunarlið Íslands er : Pétur Rúnar, Jón Axel, Brynjar Magnús, Hjálmar og Kári