Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Íslands og Eistlands í flokki U16 ára kvenna á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þetta er síðasti leikur dagsins hjá íslenska hópnum.
Viðtal við Sylvíu Rún eftir leik:
Ísland 61-34 Eistland
Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10 stig, 9 fráköst
Thelma Dís Ágústsdóttir 9 stig, 4 stolnir boltar
Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8 stig
Fjórði leikhluti
– Dagskrá NM er lokið í dag, við sjáumst eldhress á morgun þegar Íslensku liðin mæta þeim Norsku. Dagurinn fór 3-1 fyrir Ísland. U16 karla og kvenna unnu sína leiki sem og U18 karla en U18 kvennaliðið mátti fella sig við tap gegn Eistum.
– Leik lokið, stórglæsilegur sigur Íslands í höfn og sá þriðji í dag. 61-34 urðu lokatölurnar í kvöld.
– Sanhvít og Bríet Lilja bæta í, þær skoruðu sitt hvora körfuna með stuttu milli bili og forskot Íslands komið 27 stig, 61-34.
– Dýrfinna hefur skilað mjög góðu varnarhlutverki í dag, núna stal hún boltanum, brunaði fram og gaf boltan laglega á Elínu Sóley sem gat ekki annað en skorað, 55-33
-Liðin skiptast á þeim fáu stigum sem hafa komið í fjórða leikhluta, fimm mínútur eftir og stefnir í öruggan sigur hjá Íslenska liðinu
– Gunnhildur Bára, Bríet Lilja, Björk, Svanhvít Ósk og Linda Þórdís byrja fjórða leikhluta.
Elfa Falsdóttir
Þriðji leikhluti
-Þriðja leikhluta er lokið, Ísland leiðir 48-25.
– Björk Gunnarsdóttir fer á línuna, Eistland er að reyna að pressa hátt og brutu á henni á hinum enda vallarins. Ísland er hins vegar komið í bónus og hún fór þess vegna á línuna. Björk nýtti að sjálfsögðu bæði vítin, 46-23.
– Sóknarleikurinn er ekki að ganga jafn vel og í fyrri hálfleik. Eistland hefur náð að herða tökin í vörininn en hafa ekki ennþá fundið almennilega glufu á íslensku vörninni. Þegar þriðji leikhluti er hálfnaður munar 18 stigum á liðunum, 37-19.
– Sylvía Rún fékk myndarlegt högg þegar hún keyrði á körfuna og var send á línuna. Hún missti hins vegar andan í örskamma stund og dómarar mátu sem svo að hún þyrfti að fara útaf, þvert á vilja Sylvíu sem bar sig merkilega vel.
– Varnarleikur Íslenska liðsins byrjar af sama krafti og í fyrrihálfleik, þær stela öllum boltum sem völ er á og berjast af krafti.
– Seinni hálfleik byrja Thelma Dís, Sylvía Rún, Inga Rún, Emelía Ósk og Elfa.
Hálfleikstölur:
Ísland 34-15 Eistland
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Ísland: Tveggja 40% – þriggja 43% og víti 56%
Eistland: Tveggja 30% – þriggja 0% (0-5) og víti 50%
Emelía Ósk Gunnarsdóttir er með 8 stig í hálfleik og þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Inga Rún Svansdóttir báðar með 7 stig.
Bríet Lilja Sigurðardóttir
Annar leikhluti:
– Hálfleikur: Staðan 34-15 fyrir Íslandi gegn Eistlandi. Magnaður annar leikhluti hjá íslenska liðinu. Baráttan og vörnin til fyrirmyndar og ef áfram heldur sem horfir stefnir í stórsigur íslenska liðsins.
– 29-12 og staðan 17-4 í leikhlutanum fyrir Ísland eftir 8 mínútur..alger einstefna í gangi og gríðarleg barátta í íslenska hópnum. Eistar eru að leika svæðisvörn og Ísland er að leika sér að henni.
– 24-10 Elfa Falsdóttir mætir með þrist í veisluna og munurinn kominn upp í 14 stig og Eistar taka leikhlé þegar 4.32 mín eru til hálfleiks.
– 21-10 hver flotta fléttan rekur aðra núna hjá íslenska liðinu, Emelía Ósk skorar núna galopin inni í teig Eista.
– 17-10 Thelma Dís setur fyrsta þrist leiksins og skömmu síðar brýtur Sylvía Rún sér leið upp að körfunni og kemur Íslandi í 19-10, snörp 5 stiga rispa þarna.
– 14-10 og 6.38mín eftir af öðrum leikhluta. Það er sem lok hafi verið sett á körfur liðanna, baráttan í íslensku vörninni er þó til fyrirmyndar, allar að gefa sig af krafti í varnarleikinn og ekki amalegt að vera bara búnar að fá á sig 10 stig á 14 mínútum.
– Eistar eiga bágt gegn íslensku vörninni sem er þétt og grimm, vel stigið út og stelpurnar eru með þétta yfirhönd í frákastabaráttunni.
– 14-8 Linda Þórdís gerir sín fjórðu stig og er með flotta innkomu af íslenska bekknum.
– Eistar byrja með boltann, Ísland leiðir 12-8 eftir fyrsta leikhluta.
Sylvía Rún Hálfdánardóttir
Fyrsti leikhluti:
– 12-8 og fyrsta leikhluta lokið. Íslenska liðið er skrefinu á undan en báðum liðum gengur illa að skora.
– 12-6 og mínúta eftir.
– 2.40mín eftir af fyrsta og eitthvað gengur liðunum illa að skora, staðan enn 10-6 fyrir Ísland og töluverð harka farin að færast í leikinn.
– 10-6 Elfa Falsdóttir með laglega stoðsendingu inn í teiginn og Eistar taka leikhlé eftir fimm mínútna leik. Flott byrjun hjá íslenska liðinu sem er líflegt og er að láta boltann ganga vel og leita að besta skotinu.
– 7-6 Emelía setur annað vítið og Ísland á innkastið.
– 6-6 Sylvía Rún jafnar fyrir Ísland á vítalínunni. Emelía Ósk stelur svo boltanum og brunar upp, Eistar brjóta á henni og uppskera óíþróttamannslega villu. Emelía fær tvö víti og Ísland boltann aftur.
– 4-6 Eistar komnir yfir.
– 3-0 Inga Rún fær tvö víti og setur annað niður.
– 2-0 Inga Rún Svansdóttir gerir fyrstu stig leiksins fyrir Ísland af miklu harðfylgi í teig Eistanna.
– Byrjunarlið Íslands: Elfa Falsdóttir, Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Inga Rún Svansdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir.
Fyrir leik:
– Þjálfarar liðsins eru þeir Jón Guðmundsson og Jónas Pétur Ólason er honum til aðstoðar.