Geysisbikarkeppni fer að rúlla af stað en dregið verður í 32. liða úrslitum keppninnar í hádeginu í dag.
Þar með er ljóst hvaða lið verða í hattinum þegar dregið verður í 32. liða úrslitum í hádeginu í dag. Að þessu sinni eru 26 lið skráð í Geysisbikar karla frá frá 24 félögum. Dregið verður því í 10 viðureignir og 6 félög sitja hjá og komast beint áfram í 16-liða úrslit.
Eftirfarandi lið eru skráð þetta tímabilið í Geysis bikarkeppni karla: Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavik, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavik, KR, KR b, Njarðvík, Reynir S., Selfoss, Sindri, Skallagrimur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Ak., Þór Ak. b, Þór Þorlákshöfn
Dregið verður nú í hádeginu og er drættinum lýst í beinni hér að neðan: