KFÍ er eitt þeirra liða sem hefur þurft að byggja töluvert á erlendum leikmönnum þar sem erfitt er að fá menn vestur til að leika körfubolta. Samkvæmt nýjum reglum KKÍ mega körfuknattleikslið á Íslandi aðeins hafa einn erlendan leikmann inni á vellinum í einu. „Þetta er einsdæmi á Íslandi, ekki einu sinni ÍSÍ er með svona reglur um leikmenn. Þetta bitnar mest á þeim sem búa lengst frá mannkjarnanum,“ segir Sævar Óskarsson formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Þeir sem spila körfubolta í dag eru yfirleitt menn sem eru einnig að sinna sínum starfsferli og námi að sögn Sævars.
Mynd/ Damier Erik Pitts vakti athygli með KFÍ á síðasta tímabili.