spot_img
HomeFréttirBattle Groups snýr aftur í júlí

Battle Groups snýr aftur í júlí

Battle Groups Iceland snýr aftur í Júli mánuði eftir mikla velgengni þar sem 48 krakkar skráðu sig í Júni mánuði.

Battle Groups er 90 mínútna æfing í keppnishópum sem samanstendur af SSG. SSG stendur fyrir Small Sided Games sem að inniheldur 1 á 1, 2 á 2, 3 á 3, 3 á 2 osfv.

Spil með SSG leyfir leikmönnum að hámarka þáttöku sína í bæði sókn og vörn. Meiri ákvörðunartaka = meiri bætingar. Þessar æfingar munu hjálpa leikmönnum að lesa leikinn þar sem þau eru sett í leiklíkar aðstæður stöðugt.

Yfirþjálfara æfingana eru þau Danielle Rodriguez og Mikael Máni. Æfingarnar eru í boði fyrir 2012 módel og eldri. Við hvetjum alla til að skrá sig á þessar æfingar.

Næsta æfing er 11. júli og kostar 1000 kr að prófa eina æfingu en annars er verðið fyrir Júlí mánuðinn er 2.500 kr.

Allar upplýsingar er hægt að fá inn á Instagram reikningnum @battlegroups_iceland.

Hérna er hægt að skrá sig

Fréttir
- Auglýsing -