Aga-og úrskurðarnefnd skilaði í gærkvöldi úrskurði sínum fyrir síðustu viku þar sem tveir leikmenn fengu leikbann.
Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar fékk einn leik í bann eftir að hann var rekinn úr húsi í tapi liðsins gegn KR í 21. umferð Dominos deildarinnar. Bekkur Stjörnunnar fékk þá þrjár tæknivillur og var Arnar rekinn úr húsi við vægast sagt dræmar undirtektir þjálfarans. Ingi Þór Steinþórsson og Dani Rodriquez stýra því liði Stjörnunnar í fyrsta leik átta liða úrslitanna gegn Grindavík.
Dedrick Deon Basile leikmaður Þórs Ak fer einnig í bann í fyrsta leik átta liða úrslitanna en hann hlaut eins leiks bann fyrir tvær tækivillur er liðið vann Þór Þ í næst síðustu umferð Dominos deildarinnar. Þetta er annar brottrekstur Basile á tímabilinu og fær hann því sjálfkrafa einn leik í bann. Akureyri mætir nöfnum sínum í Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum.