Valtýr Björn Valtýsson þáttarstjórnandi íþróttaþáttarins Mín Skoðun á X-inu sló á þráðinn til Bárðar Eyþórssonar í dag. Bárður verður viðstaddur leik Fjölnis og Snæfells í Iceland Express deild karla í kvöld og var Valtýr að ,,pumpa“ Bárð með spá fyrir kvöldið.
Bárður: ,,Fyrirfram er ekki hægt að bóka sigur neinstaðar í kvöld. Hamar misstu marga leikmenn en fengu líka spræka stráka, ég hef lítið heyrt um Haukana en veit um efnilega stráka þar, hin liðin eru þekktar stærðir og ómögulegt að segja til um úrslit þeirra leikja.“
Valtýr lét ekki bjóða sér neitt miðjuhnoð og pumpaði spá fyrir kvöldið upp úr Bárði.
Bárður: ,,Fjölnir er með mikið af ungu og efnilegum strákum en þeirra leikur fer mikið eftir Ingvaldi Magna og nýja kananum þeirra og ef ungu strákarnir ná sér á strik þá vinnur Fjölnir. Svo eru Grindvíkingar orðnir vel mannaðir fyrir leikinn í kvöld á meðan Njarðvíkingar hafa verið í ströggli. Ég hallast að Grindavíkursigri og vonast til að Þorleifur Ólafsson verði með þeim í kvöld, hann er afar mikilvægur í þessu liði.“
Bárður ætlar að kíkja á viðureign Fjölnis og Snæfells í kvöld en hann lét af störfum í sumar sem þjálfari Fjölnis og er fyrrum þjálfari og leikmaður Snæfells.
Bárður: ,,Ætli ég sitji ekki bara í miðri stúkúnni.“
(unnið upp úr úrvarpsviðtali Valtýs við Bárð)