spot_img
HomeFréttirBárður Eyþórsson: Erum að slípa okkur saman

Bárður Eyþórsson: Erum að slípa okkur saman

06:30

{mosimage}

 Sannast sagna er að ÍR-ingar litu betur úr á pappírum en þeir gerðu á vellinum í gærkvöldi. Leikur liðsins gegn Haukum var stirðbusalegur og einsleitur sóknarleikur gerði þeim erfitt um vik. Bárður Eyþórsson nýráðinn þjálfari ÍR-inga var að vonum vonsvikinn með ósigurinn og sagði liðið eiga í basli með sóknarleik sinns. 

,,Við vorum bara að fá liðið allt saman í vikunni og það hefur verið mikið um meiðsli hjá okkur á undirbúningstímabilinu, við náðum fyrst 10 manns á æfingu í þessari viku og erum með mikið af nýjum mönnum svo það þarf að slípa saman liðið,” sagði Bárður. ÍR-ingar duttu út í 8-liða úrslitum gegn Njarðvík á síðustu leiktíð eftir skemmtilega rimmu við Íslandsmeistarana en hvað telur Bárður að sé raunhæf stefna fyrir ÍR-ingana í vetur? ,,Ég veit það ekki, við sjáum það betur þegar deildin fer af stað, okkur vantar enn mikið í okkar leik en erum komnir af stað,” sagði Bárður. Endurkoma Hreggviðs Magnússonar til ÍR er mikið fagnaðarefni og var hann allt í öllu hjá ÍR gegn Haukum. ,,Hann kemur klárlega til með að skila lykilhlutverki hjá okkur vetur og strákunum gekk ágætlega að finna hann undir körfunni gegn Haukum, það bara gengur ekki alltaf,” sagði Bárður að lokum. [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -