spot_img
HomeFréttirBarcelona vann í Madríd

Barcelona vann í Madríd

Þriðji leikdagur átta liða úrslita meistaradeildarinnar var í gærkvöldi en allar fjórar viðureignirnar fóru fram þá. Barcelona komst yfir í einvígi sínu við erkifjendurna úr Real Madrid 2-1 með góðum útisigri 73-84.
Partizan Belgrad tók forystuna í einvígi sínu við Maccabi Tel Aviv 2-1 með sigri á heimavelli 81-73.
 
Caja Laboral frá Spáni vann CSKA Moskva 66-53 og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1 en leikið var á Spáni.
 
Asseco Prokom vann Olympiacos 81-78 í Póllandi og er staðan í einvíginu því 2-1 Grikkjunum í vil.
 
Næstu leikir eru á fimmtudagskvöld en þá er leikið á ný á heimavelli þeirra sem léku heima í gærkvöldi.
 
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í Final Four sem fer fram helgina 7.-9. maí í París.
 
 
Mynd: Króatinn ungi Ante Tomic var með 23 stig fyrir heimamenn í Real Madrid
 
Fréttir
- Auglýsing -