Mrtin Hermnnsson og félagar hans í Vlencia máttu þola tap í spennandi leik fyrir Barcelona í þriðju umferð EuroLeague í gærkvöldi, 71-66.
Var þetta fyrsta tap Valencia, en áður höfðu þeir unnið lið LDLC Asvel og Real Madrid.
Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Bojan Dubljevic með 13 stig og 8 fráköst. Fyrir Barcelona var það Rolands Smits sem dróg vagninn með 15 stigum og 7 fráköstum.
Martin lék 14 mínútur í leiknum og hafði frekar hægt um sig tölfræðilega, skilaði einu stigi, frákasti og tveimur stoðsendingum.