Fyrri undanúrslitaleikur meistaradeildarinnar er lokið með sigri Barcelona á CSKA Moskva 64-54. Er þetta í fyrsta skipti síðan árið 2003 sem Barcelona fer í úrslit. Leikurinn var mjög skemmtilegur en hægt er að horfa á meistaradeildina í beinni á Sporttv.
Fran Vazquez var stigahæstur í jöfnu liði Barcelona með 11 stig en Ricky Rubio og Juan Carlos Navarro voru með 10 stig hvor.
Hjá CSKA Moskva var Ramunas Siskausas með 19 stig og Trajan Langdon setti 12.
Næsti undanúrslitaleikur er milli Partizan Belgrad og Olympiakos og hefst hann kl. 19.00.
Mynd: Juan Carlos Navarro er kominn í úrslit í meistaradeildinni