spot_img
HomeFréttirBarbosa besti varamaðurinn í NBA

Barbosa besti varamaðurinn í NBA

19:50 

{mosimage}

 

 

Brasilíumaðurinn sprettharði Leandro Barbosa hjá Phoenix var í gær kjörinn varamaður ársins í NBA deildinni. Barbosa tók stórstígum framförum á tímabilinu og var lykilmaður í sigursælu liði Phoenix. Hann undirstrikaði mikilvægi sitt í fyrsta leik Phoenix og LA Lakers í fyrrakvöld þegar hann var stigahæsti maður liðsins í góðum sigri. Frá þessu er greint á www.visir.is

Barbosa skoraði að meðaltali 18 stig í leik í vetur og hitti úr 43% þriggja stiga skota sinna. Argentínumaðurinn Manu Ginobili varð í öðru sæti í kjörinu en Barbosa vann yfirburðasigur með 578 atkvæði gegn 269 atkvæðum Ginobili. Jerry Stackhouse hjá Dallas varð þriðji í kjörinu með 210 atkvæði en aðrir voru þar langt á eftir.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -