Munurinn var 3 stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 73-70, og Davíð Páll Hermannsson fékk sína fimmtu villu en Haukar rmisstu þar einn af sínum stigahæstu mönnum af velli. Haukar minnkuðu svo muninn niður í 1 stig, 75-74. þegar nákvæmleg ein míntúta var eftir af leiknum. Spennustigið í húsinu hækkaði með hverri sekúndunni sem að því er virtist hafði mikil áhrif á leikmennina. Valsmenn náðu muninum upp í 3 stig aftur þegar Byron Davis fór svekkaldur á línuna. Næstu sekúndur einkenndust af óreiðu og boltinn fór óviljandi manna á milli. Haukar klikkuðu hins vegar á sniðskoti undir lok leiksins og fengu Valsmenn því boltan og var brotið á þeim um leið. Þeir nýttu annað vítið og þar með var sigurinn tryggður, 78-74.
Baráttusigur Vals að Hlíðarenda
Valsmenn sýndu mikinn styrk með 4 stiga sigri á Haukum að Hlíðarenda í kvöld, 78-74. Haukar mættu sterkari til leiks og höfðu forskotið framan af fyrsta leikhluta. Valsmenn áttu þó seinustu stigin í leikhlutanum og náðu þar forskoti sem þeir gáfu ekki það sem eftir lifði leiksins.
Forskot heimamanna varð mest 16 stig en Haukar komu alltaf sterkir til baka og minnkuðu muninn nokkrum sinnum niður í 2-3 stig. Heimamenn stóðust þó prófið og héldu forskotinu út leikinn. Það var áberandi í leiknum að ekki voru allir sammála ákvörðum dómarana og létu áhorfendur og þjálfarar liðanna vel í sér heyra. Stigahæstur fyrir Valsmenn var Benedikt Pálsson með 17 stig en Helgi Björn Einarsson gerði 13 í liði Hauka.
Liðin byrjuð bæði nokkuð varkárnislega og virtust ekki ætla að fara of geist í hlutina. Eftir þrjár mínútur af leik voru gestirnir komnir með forskotið, 3-6. Haukar voru mun ákveðnari í sóknarleik sínum og þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður höfðu þeir fimm stiga forskot, 5-10. Valsmenn áttu svo næstu fjögur stigin og þar af stórglæsileg troðsla frá Byron Davis en þeir höfðu því munnkað muninn niður i 1 stig, 9-10, þegar Pétur Ingvarsson tók leikhlé stuttu seinna. Leikurinn var hnífjafn það sem eftir lifði leikhlutans en Valsmenn áttu seinustu sóknina sem Benedikt Pálsson kláraði með glæsilegri flautukörfu og kom þar Val yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 16-15.
Valsmenn fylgdu eftir í byrjun annars leikhluta og höfðu yfir 21-17 þegar um það bil tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Haukar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn stuttu seinna 21-21. Yngvi Gunnlaugsson tók þá leikhlé og las yfir sínum mönnum. Leikhléið virtist hafa mjög góð áhrif á leik Valsmanna sem skoruðu næstu 12 stig leiksins og höfðu yfir 33-21 þegar Pétur tók annað leikhlé fyrir gestina og rétt rúmlega 5 mínútur eftir af leikhlutanum. Valsmenn náðu mest 16 stiga forskoti, 42-26, þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Haukar svöruðu hins vegar fyrir sig með snöggum fjórum stigum og Yngvi Gunnlaugsson tók annað leikhlé Valsmanna, 42-30. Gestirnir skoruðu 9 stig í röð á lokakaflanum og minnkuðu muninn hratt niður. Valsmenn skoruðu svo seinustu tvö stig leiksins og höfðu því 9 stiga forskot í hálfleik, 44-35.
Haukar mættu jafn ákveðnir til leiks í byrjun þriðja eins og í lok annars og höfðu náð að minnka forskot heimamanna niður í 3 stig, 45-42, þegar Valsmenn skoruðu sín fyrstu stig í leikhlutanum. Heimamenn hleyptu þeim ekki mikið nær en það og þegar leikhlutinn var hálfnaður var forskot þeirra komið aftur upp í 10 stig, 52-42. Haukar gáfu þó hvergi tommu eftir og voru fljótir að refsa heimamönnum. Munurinn var því kominn aftur niður í 5 stig þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Valsmenn kláruðu svo þriðja leikhlutan eins og þeir höfðu gert hina tvo með seinustu stigum leikhlutans á lokasekúndunum og höfðu því 8 stiga forskot þegar honum lauk, 61-53.
Valsmenn náðu forskoti sínu upp í 11 stig, 66-55, í upphafi fjórða leikhluta en þeir mættu mjög ákveðnir til leiks. Haukar gáfust þó ekki upp og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn kominn aftur niður í 6 stig, 68-61, og Valsmenn tóku leikhlé eftir að hafa verið að láta Haukana pressa sig út í horn og henda frá sér boltanum trekk í trekk. Haukar héldu upptekknum hætti og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn niður í 2 stig, 70-68. Áhorfendur Hauka létu vel í sér heyra og stemmingin var öll með gestunum.
Texti: Gísli Ólafsson
Ljósmynd/ Torfi Magnússon: Valsarinn Byron Davis sækir að körfu Hauka.