spot_img
HomeFréttirBaráttusigur Íslands á Eistlandi

Baráttusigur Íslands á Eistlandi

Ísland vann nauman sigur á Eistlandi í fjórða leik U16 landsliðs stúlkna á Norðurlandamótinu 2019. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrsta leikhluta en Eistar bitu frá sér og úr varð æsispennandi lokamínútur. Ísland hafði að lokum sigur 52-46.

Gangur leiksins:

Eftir að hafa lent 4-0 undir í byrjun mætti íslenska liðið heldur betur til leiks og svaraði með 17 stigum í röð. Frábær varnarleikur og góð þriggja stiga nýting gerðu það að verkum að liðið náði góðri forystu snemma. Eistneksa liðið kom örlítið til baka í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 26-23 fyrir Íslandi. 

Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi í þriðja leikhluta hjá Íslandi og náði Eistland forystu. Fjórði leikhluti var gríðarlega kaflaskiptur og skiptust liðin á áhlaupum til að ná forystu. Þriggja stiga karfa Elísabetar Ýrar þegar 47 sekúndur voru eftir reyndist mikilvæg en hún sneri stemmningunni algjörlega með Íslandi.

Lokastaðan 52-46 fyrir Íslandi sem vann þar með sinn fyrsta sigur á mótinu.

Lykilleikmaður:

Elísabet Ýr Ægisdóttir spilaði virkilega vel í dag og endaði með 17 stig, 7 fráköst og 4 stolna bolta. Auk þess spilaði hún góða vörn á hávaxinn leikmann Eista. Marín Ágústsdóttir átti einnig flotta innkomu af bekknum, setti mikilvæg stemmningsskot og skilaði 8 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -