spot_img
HomeFréttirBaráttusigur í Icelandic Glacial Höllinni

Baráttusigur í Icelandic Glacial Höllinni

Þór hafði baráttusigur á KR í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Nánast var jafnt á öllum tölum í 1. leikhluta í kvöld og bæði lið að spila flottan sóknarbolta en lítið var um góðan varnarleik. Martin kom sterkur inn í leikinn fyrir KR og Robert Diggs var einnig mjög góður í liði Þórs. Liðin skiptust á að hafa forystuna í leiknum. Gestirnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta, 26-30.
 
Jafnræði var með liðunum í byrjun 2. leikhluta en menn bættu þó helling hjá sér vörnina. Mikill æsingur var í mannskapnum og munaði litlu að upp úr syði á löngum köflum en dómarar leiksins gerðu vel í að halda mönnum á jörðinni. Gummi, Grétar og Baldur voru frábærir fyrir heimamenn þegar þarna var komið við sögu. Heimamenn náðu að slíta sig aðeins frá gestunum undir lokin og fóru með 7 stiga forskot i hálfleik 53-46.
 
Þórsarar náðu að halda þessum mun sem þeir náðu í fyrri hálfleik fram eftir leikhlutanum en KR náði þó nokkru sinnum að minnka muninn niður í 4 stig en þórsarar komu alltaf til baka. Heimamenn sýndu mikinn karekter og kláruðu leikhlutann með sóma og staðan fyrir loka leikhlutann var 80-71 þeim í vil.
 
Leikurinn fór fjörlega af stað í 4. leikhluta og bæði lið ætluðu sér sigur í þessum leik. Heimamenn náðu þó að trompa öll spil sem gestirnir lögðu á borðið. Það fór mikið í taugarnar á leikmönnum gestanna og þeir misstu gjörsamlega hausinn þegar leikhlutinn var hálfnaður. Helgi fékk þá sína fimmtu villu þegar hann braut á Ben Smith sem skoraði einnig og Martin tæknivillu í kjölfarið fyrir kjaftbrúk. Ben fékk eitt skot og svo tvö skot fyrir tæknivillu Martins. Svo týndust þeir hver á fætur öðrum af velli með 5 villur Brynjar, Martin og Finnur.
 
Heimamenn náðu mest 18 stiga forskoti og kláruðu leikinn með því að leyfa öllum ungu strákunum að spreyta sig. Lokatölur í kvöld 102-88. Breyddin var greinilega mun meiri hjá heimamönnum því þeir fá 32 stig frá bekknum sínum meðan að KR-ingar fá aðeins 17 stig
 
Atkvæðamestir hjá Þór: Robert Diggs 20/8, Gummi 19/2, Ben Smith 14/6/6, Grétar 13/5, Baldur 13/6 stoð, Darri 9/6, Flake 8/4/5, Emil 5 og Vilhjálmur sonur Klettsins ókleifa með 1 stig af vítalínunni.
 
Atkvæðamestir hjá KR: Helgi 20/8, Brynjar 17/4/6, Martin 16/2/3, Finnur 12/6 Thomas 8/4, Kristófer 6/7, Ágúst 4/4, Jón Orri 2/3 Bell 2/2/3 og Darri Freyr 1 stig
 
Dómarar leiksins voru Davíð Kristján Hreiðarsson, Björvin Rúnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Þeir komust mjög vel frá svakalega erfiðum leik. Mikil læti voru í leikmönnum beggja liða og þurftu þeir oft að grípa inn í. Þetta var mjög erfitt verkefni sem þeir leystu mjög vel af hólmi.

Tilþrif úr leiknum frá Sport TV

 
 
Mynd/ Davíð Þór: Guðmundur Jónsson sækir að KR vörninni
Umfjöllun/ HH
  
Fréttir
- Auglýsing -