spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaBaráttusigur hjá Snæfell gegn Ármanni

Baráttusigur hjá Snæfell gegn Ármanni

Snæfell fékk Ármenninga í heimsókn í flottu vorkvöldi í Hólminum.

Fyrir leikinn voru Snæfellingar í þriðja sæti deildarinnar og Ármann í því sjötta. Bæði lið að koma úr frábærum sigrum úr síðustu umferð og því sjálfstraust í báðum liðum.

Gangur leiks

Gestirnir byrjuðu af krafti og hittu frábærlega í 1. leikhluta á meðan heimakonur voru að hitta illa. Jafnræði var með liðunum í öllum helstu tölfræðiþáttum nema þegar kom að skotnýtinu. Ármenningar hittu 5 af 9 í 3ja en Snæfell 1 af 9, munurinn samt aðeins 4 stig eftir fyrsta leikhluta 15-19 fyrir gestina. Baráttan til fyrirmyndar hjá báðum liðum.

Sama barátta hélt áfram í 2. leikhluta og var stigaskorið 2-1 eftir tæpar fjórar mínútur. Á þessum tímapunkti leit út fyrir að leikurinn yrði mjög jafn og stigaskorið í lágmarki. Það var ekki vegna þess að leikurinn var hægur, hann var reyndar hraður vegna þess að Ármenningar keyrðu upp hraðan og notuðu kantana vel til að koma boltanum hratt í leik og þær fengu nokkrar auðveldar körfur upp úr því.  Flottar lokamínútur hjá Snæfell sem náðu að jafn fyrir hálfleikinn eftir að Ármenningar höfðu náð 5-7 stiga forystu í leikhlutanum. Snæfellingar horfðu mikið inn í en Ármenningar keyrðu meira á körfuna og opnuðu skotin fyrir utan þriggjastigalínuna.

Þriðji leikhlutinn hófst með frábærri vörn hjá Snæfell og fengu þær að leika lausum hala í sókninni þegar um 4 mínútur lifðu eftir af þriðja voru þær komnar í 10 stiga forystu og leið nokkuð vel. Þá náðu Ármenningar góðum kafla með því að keyra í bakið á Snæfell í gríð og erg. Þarna jafnaðist leikurinn aftur og spáin um jafnan leik hélst. Staðan eftir þrjá leikhluta 55-50 fyrir Snæfell og fínasta stemmning í stúkunni eins og svo oft áður í Hólminum.

Fjórði leikhlutinn byrjaði á körfu frá gestunum en eftir það var í raun eitt lið á vellinum í nokkrar mínútur og náðu Snæfellingar góðri forystu sem þær létu ekki af hendi út leikinn. Ármenningar þurftu að hitta úr stóru skotunum en það gekk illa. Cheah gerði algjörlega út um leikinn með baráttu sinni í vörn og góðum körfum í sókninni. Hún skilaði eins og svo oft áður frábærum tölum 31 stig og 21 frákast sem skilar henni 47 í framlag.

Flottur Snæfellssigur í leik sem bauð upp á spennu og áhlaup nánast allan leikinn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Fréttir
- Auglýsing -