Njarðvík og ÍR mættust í Bónusdeild karla í Icemar-höll þeirra Njarðvíkinga í kvöld. Fyrirfram búist jafnvel við þægilegum heimasigri þar sem ÍR hefur ekki riðið einum einasta hesti frá viðureignum sínum í vetur. Í kvöld var hinsvegar þeirra kvöld! ÍR gerði sér lítið fyrir og komu til baka úr 14 stiga holu í fyrri hálfleik gegn Njarðvík og sigurðu með 101 stigi gegn 96 og fögnuðu sínum fyrsta sigri á tímabilinu í flunku nýrri höll þeirra Njarðvíkinga.
Það verður ekkert tekið af frábærri frammistöðu ÍR í kvöld í Icemar-höllinni. Frá fyrstu mínútu voru þeir fastir fyrir og ákveðnir í sínum aðgerðum. Gengu á lagið og voru strax á upphafsmínútum komnir í 10 stiga forystu. Það hinsvegar döfnaði yfir leik þeirra þegar leið á fyrri hálfleik og Njarðvíkingar gengu á lagið og komu sér í, að maður hefði haldið nokkuð þæginlega 14 stiga forystu.
Njarðvíkingar mættu hinsvegar jafn flatir til seinni hálfleiks og þegar leikurinn byrjaði, jafnvel aðeins flatari. Algert vanmat þeirra þetta kvöldið og illa undirbúnir til leiks varð þeim grænu að falli. Latir varnarlega þar sem að maður leiksins, Jacob Falco skoraði nánast að vild þegar hann keyrði á körfuna. Njarðvíkingar fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið þetta kvöldið, eina góða gamaldags rassskellingu og engin stig.
ÍR liðið á hinsvegar mikið hrós skilið fyrir að taka vel á því þetta kvöldið. Þeir dönsuðu reyndar oft á línunni, og jafnvel fóru yfir hana í hörku sinni varnarlega. Sú taktík virkaði uppá 10 hjá þeim því lykilmenn Njarðvíkinga komust aldrei í takt við leikinn, en hinsvegar var fínn taktur í röfli þeirra við dómara leiksins. Það má alveg taka undir að stundum hafi ÍR vörnin verið full hörð, en í stað þess að hysja upp um sig þá voru Njarðvíkingar fremur til í að eyða kröftunum í kvörtunarkassanum.
Sem fyrr Jacob Falco sem átti stórleik í kvöld, skoraði 33 stig og sendi 11 stoðsendingar. Annars yfir heildina var ÍR liðið stórkostlegt í kvöld! Njarðvíkingar geta lítið annað en sjálfum sér um kennt með þetta vanmatskvöld þeirra. Áttu vissulega fína spretti í fyrri hálfleik en sá seinni tapaðist réttilega með 19 stigum.