Hin árlega viðureign Long Island University og St. Francis College í Brooklyn, betur þekkt sem Baráttan um Brooklyn eða The Battle of Brooklyn, mun fara fram á heimavelli St. Francis 23. janúar n.k. Þar munu þrír íslenskir leikmenn etja kappi, Martin Hermansson hjá LIU gegn Gunnari Ólafssyni og Degi Kár Jónssyni hjá St. Francis. Elvar Már Friðriksson, sem lék með LIU Brooklyn á síðustu leiktíð flutti sig um set eftir fyrsta árið og mun nú spila með Barry University í Miami, Florida.
Síðasta viðureign liðanna var 31. janúar sl. einnig á heimavelli St. Francis og lauk þeim leik með yfirburðarsigri heimamanna, 81-64.
Liðin hafa mæst 40 sinnum í þessari innbyrðis keppni liðanna og hafa LIU Brooklyn yfirhöndina 23-17 sem stendur, en mikil spenna er oft í báðum skólunum fyrir þessa leiki og rígurinn mikill.
Hér að neðan eru myndbrot úr síðasta Battle of Brooklyn leik og einnig úr seinni leik líðanna á síðustu leiktíð sem St. Francis sigruðu einnig, en þetta skiptið í framlengingu.
Leikmannalisti St. Francis College