Valur hefur samið við Jiselle Thomas fyrir yfirstandandi tímabil í Bónus deild kvenna.
Jiselle er 25 ára 175 cm bandarískur bakvörður sem kemur til Vals frá Írlandi, en þar leiddi hún deildina í stoðsendingum á síðasta tímabili með 5 í leik og þá skilaði hún einnig 20 stigum að meðaltali.
Jiselle hefur þegar hafið leik með Val, en hún lék með þeim í sigri gegn Tindastóli í vikunni þar sem hún skilaði 16 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá var hún einnig með þeim í tapinu gegn Keflavík í umferðinni á undan þar sem hún skilaði 6 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum.
Í gærkvöldi skoraði Jiselle 16 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.