Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit Heimsmeistaramótsins eftir risavaxinn 119-76 sigur gegn Slóveníu í Barcelona í kvöld. Þá er það ljóst að Bandaríkin og Litháen mætast í undanúrslitum keppninnar næsta fimmtudag.
Klay Thompson leikmaður Golden State Warriors var stigahæstur í bandaríska liðinu í kvöld með 20 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar en hjá Slóvenum var Goran Dragic með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
Undanúrslitin halda áfram á morgun en fyrri leikur morgundagsins er viðureign Frakka og Spánverja og síðari viðureignin er slagur Serba og Brasilíu en báðir leikirnir fara fram í höfuðstaðnum Madríd.
Mynd/ FIBA – Curry og félagar völtuðu yfir Slóvena í kvöld.