spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBandaríkjamaður í Hafnarfjörðinn

Bandaríkjamaður í Hafnarfjörðinn

Haukar hafa samið við Tyson Jolly fyrir komandi átök í Bónusdeild karla.

Tyson er 26 ára 193 cm bakvörður sem kemur til Hauka frá Avignon í Frakklandi þar sem hann skilaði 14 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Tímabilið 21/22 spilaði Tyson með Iona College undir stjórn þjálfarans Ricks Pitino sem margir kannast við. Liðið vann sína deild og var Tyson valinn All-MAAC leikmaður ársins í deildinni með 15 stig 5 fráköst að meðaltali í leik.

“Tyson Jolly er með alla eiginleika sem við vorum að leitast eftir í okkar kanaígildi fyrir komandi baráttu” segir Mate Dalmay þjálfari liðsins og bætir enn frekar við “Tyson er hávaxinn bakvörður sem hefur bæði spilað leikstjórnanda og skotbakvörð og gefur okkur því fjölbreytileika bæði í vörn og sókn. Liðunum sem hann hefur leitt hefur gengið vel, bæði í Háskóla og í Frakklandi og bindum við miklar vonir við að hann haldi áfram á sömu braut í Hauka treyju”.

Fréttir
- Auglýsing -