spot_img
HomeFréttirBandaríkin Ólympíumeistarar 2016

Bandaríkin Ólympíumeistarar 2016

 

Bandaríkin unnu gullið á Ólympíuleikunum í Ríó í gær eftir 101-72 sigur á liði Spáns. Leikurinn sjálfur aldrei í neinni hættu í gær, en þær leiddu með 17 stigum í hálfleik. Atkvæðamest í úrslitaleiknum fyrir þær var Maya Moore með 14 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar, en hún var einnig framlagshæsti leikmaður liðsins á mótinu. Ttitillinn er sá 6. í röð sem að liðið vinnur á Ólympíuleikunum (sá 8. í heildina) og sem meira er, þá er liðið nú taplaust í síðustu 69 leikjum á leikunum. 

 

Í leik um þriðja sætið sigraði Serbía Frakkland í ögn jafnari leik, 70-63. Þar var það Danielle Page sem var atkvæðamest með 10 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Það verður að teljast dálítið óvænt að Serbía hafi náð í medalíu, en þetta var í fyrsta skipti sem þjóðin tók þátt á leikunum. Í riðlakeppni mótsins tapaði Serbía 3 leikjum og vann 2, rétt komst því áfram í 8 liða úrslitin.

 

Hérna er tölfræði leikjanna

Fréttir
- Auglýsing -