spot_img
HomeFréttirBandaríkin heimsmeistarar í tíunda sinn

Bandaríkin heimsmeistarar í tíunda sinn

Heimsmeistaramóti kvenna lauk í dag með úrslitaleik mótsins þar sem Bandaríkin og Ástralía mættust.

Bandaríkin voru við bílstjórasætið frá upphafi og gáfu forystuna aldrei frá sér. Lokastaðan var 56-73 og fögnuðu Bandaríkjamenn því heimsmeistaratitlinum innilega að leik loknum.

Brittney Griner var stigahæst hjá Bandríkjunum með 14 stig en Breanna Stewart leikmaður Seattle Storm var valin mikilvægasti leikmaður mótsins að úrslitaleiknum loknum.

Hún var ein af tveimur leikmönnum Bandaríkjana sem voru í úrvalsliði mótsins en einnig áttu Ástralía, Spánn og Belgía sinn hver leikmanninn.

Bandaríkin urðu þar með heimsmeistarar í tíunda skipti en þetta var þriðja mótið í röð sem liðið stendur uppi sem sigurvegari. Ástralía varð fyrir miklum meiðslum fyrir mótið og er því frábær árangur að hafa náð í úrslitaleikinn.

Þá vann Spánn fyrr í dag leikinn um þriðja sætið gegn Belgíu. Hægt er að sjá það helst úr úrslitaleiknum hér að neðan:


Fréttir
- Auglýsing -