Þór Akureyri lagði nafna sína úr Þorlákshöfn í Dominos deild karla í gærkvöld. Leikurinn sá þriðji sem að Akureyrarfélagið vann í röð, en með sigrinum lyftust þeir í fyrsta skipti upp úr fallsæti í vetur.
Þór Tv ræddi við leikmann liðsins, Baldur Örn Jóhannesson, eftir leik í Höllinni á Akureyri.