spot_img
HomeBikarkeppniBaldur Þór: Við fyllum höllina!

Baldur Þór: Við fyllum höllina!

Tindastóll lagði Þór Akureyri í gær í 8 liða úrslitum Geysisbikars karla. Leikurinn frestaður frá kvöldinu áður og því var það svo að búið var að draga í undanúrslit keppninnar þegar að leikurinn fór fram og ljóst var að sigurvegarinn myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í næstu umferð.

Karfan spjallaði við þjálfara Tindastóls Baldur Þór Ragnarsson í dag um hvernig honum litist á að mæta bikarmeisturunum í næstu umferð. Sagði Baldur að honum litist vel á að mæta Stjörnunni og að það væri krefjandi verkefni sem gaman væri að takast á við.

Félögin tvö þau tvö síðustu sem að unnið hafa bikarkeppnina, Stjarnan í fyrra, en Tindastóll árið á undan, 2018. Að sjálfsögðu þýðingamikill og stór titill, þar sem aðeins hann og Íslandsmeistaratitillinn eru í raun tæmandi listi yfir það sem í boði er fyrir lið í efstu deild á Íslandi ár hvert.

Sagði Baldur um mikilvægi bikarkeppninnar og þá staðreynd að enn á ný væru Stólarnir komnir í Höllina:

“Þetta er sterkt fyrir liðið. Við ætlum okkur alla leið. Körfuboltinn er vinsæll hérna í Skagafirði og stuðningsmenn hafa gaman að því að fara í Höllina”

Varðandi það hvort hann byggist við mörgum stuðningsmönnum Tindastóls í Laugardalshöllina á undanúrslitin var hann í engum vafa og sagði.

“Við fyllum höllina!”

Undanúrslit Geysisbikars karla og kvenna fara fram þann 12. og 13. febrúar næstkomandi í Laugardalshöllinni, en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Fjölnir. Úrslitaleikurinn verður svo leikinn laugardaginn 15. febrúar.

Fréttir
- Auglýsing -