Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst er það Þór frá Þorlákshöfn
Þór Þ
Síðasta tímabil var ákveðin vonbrigði fyrir hafnarbúa en meiðsli og veikindi settu sterkan svip sinn á liðið. Baldur er nú tekinn alveg við liðinu og verður gaman að sjá hvernig eldskírn hans sem aðalþjálfari verður.
Spá KKÍ: 10. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 9. sæti
Þjálfari liðsins: Baldur Þór Ragnarsson
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Halldór Garðar Hermannsson. Bakvörðurinn gæti tekið næsta skref á sínum ferli á þessu tímabili. Hæfileikaríkur leikmaður sem Þórsarar þurfa á að halda að nái stöðugleika í sinn leik.
Komnir og farnir:
Komnir:
Ragnar Örn Bragason frá Keflavík
Nick Tomsick frá Króatíu
Kinu Rochford frá Bretlandi
Gintautas Matulis frá BC Nevėžis í Litháen
Farnir:
Dj Balentine óljóst
Chaz Willliams óljóst
Snorri Hrafnkelsson til Breiðablik
Ólafur Helgi Jónsson til Njarðvíkur
Adam Eiður Ásgeirsson til Njarðvíkur
Óli Ragnar Alexandersson hættur
Viðtal við Baldur Þór um komandi leiktíð: