spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueBaldur Þór náði fyrstur íslenskra þjálfara í sigur í EuroLeague

Baldur Þór náði fyrstur íslenskra þjálfara í sigur í EuroLeague

Baldur Þór Ragnarsson náði fyrstur íslenskra þjálfara í sigur í EuroLeague U18 þegar lið hans Ulm bar sigurorð af Emporio Armani Milan í gær, 84-67.

Keppnin fer þannig fram að 32 liðum er skipt í fjóra riðla sem leiknir eru víðsvegar um álfuna og mun eitt lið úr hverjum riðli tryggja sig inn í úrslitahelgina sem er haldin samhliða úrslitaviku EuroLeague nú í vor. Ulm er nú að taka þátt í fyrsta riðil keppninnar í Munich sem hófst núna 20. janúar og endar í dag 22. janúar.

Hérna er meira um mótið

Í fyrstu tveimur leikjum riðilsins laut Ulm í lægra haldi, fyrst gegn Real Madrid og síðan Alba Berlin á föstudag, áður en þeir lögðu Milan í gær. Síðasti leikur þeirra er svo á dagskrá í dag gegn Panathinaikos. Takist þeim að sigra hann enda þeir í 2.-3 sæti riðilsins, en Real Madrid verður liðið sem endar í efsta sæti og fer áfram úr riðlinum eftir að hafa unnið alla sína leiki.

https://www.karfan.is/2022/12/baldur-fer-med-u18-lid-ulm-gegn-theim-bestu-i-euroleague-tel-okkur-geta-nad-i-sigra/
Fréttir
- Auglýsing -