Tindastóll hefur gengið frá ráðningu á Baldri Þór Ragnarssyni sem þjálfara liðsins, en hann kemur í stað Israel Martin, sem hafði stýrt liðinu undanfarin ár.
Baldur þjálfaði í fyrsta skipti sem aðalþjálfari á síðasta tímabili hjá uppeldisfélagi sínu Þór í Þorlákshöfn. Gekk liðinu von framar, þar sem meðal annars þeir slógu Tindastól út í átta liða úrslitum, áður en Íslandsmeistarar KR slógu þá út í næstu umferð.
Samningur félagsins við Baldur er til þriggja ára og mun Baldur einnig sjá um styrktarþjálfun hjá félaginu samhliða þjálfuninni.