spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBaldur stjórnar liði Snæfells

Baldur stjórnar liði Snæfells

Snæfell hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna hjá liðinu fyrir næstu leiktíð. Hólmarinn Baldur Þorleifsson verður aðalþjálfari liðsins en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Inga Þórs til fjölda ára. 

 

Liðið sem hefur verið í Dominos deild kvenna frá 2009 hefur náð mögnuðum árangri síðustu ár en liðið varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð undir stjórn Inga Þórs og Baldurs árin 2014-2016. 

 

Baldur lék yfir 100 leiki fyrir meistaraflokk Snæfells á sínum ferli og varð árið 2015 elsti stigaskorari í efstu deild á Íslandi, þá rúmlega 49 ára. Nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla Vladimir Ivankovic verður Baldri til aðstoðar með liðið. 

 

Baldur virðist ætla að halda sama kjarna leikmanna frá síðustu leiktíð en í kvöld skrifuðu þær Berglind Gunnarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Thelma Lind Hinriksdóttir undir samning við Snæfell. Þá hefur Kristen McCarthy staðfest að hún verður áfram í Stykkishólmi enda farinn að tala dönsku á sunnudögum líkt og venjan er í Stykkishólmi. 

Fréttir
- Auglýsing -