EuroLeague tilynnti fyrr í dag ungmennadeild sína þar sem 32 af bestu U18 liðum Evrópu munu etja kappi í vetur. Mörg koma liðin frá akademíum þeirra liða sem leika í EuroLeague og EuroCup, en einnig eru þarna félög sem ekki eru þar. Keppni sem þessi er gríðarlega stór, en úrslitahelgi hennar mun fara fram samhliða úrslitaviku aðal liðanna.
Keppnin fer þannig fram að liðunum er skipt í fjóra riðla sem leiknir eru vísðvegar um álfuna á nýju ári og mun eitt lið úr hverjum riðli tryggja sig inn í úrslitahelgina sem er líkt og tekið var fram haldin samhliða úrslitaviku EuroLeague næsta vor.
Þetta árið á Ísland fulltrúa í keppninni, en aðalþjálfari ungmennaliðs ratiopharm Ulm er sunnlendingurinn Baldur Þór Ragnarsson, en lið hans mun taka þátt í fyrsta riðil keppninnar í Munich frá 20. til 22. janúar. Ásamt Ulm í þessum fyrsta riðil eru FC Bayern Munich, Zalgiris Kaunas, Panathinaikos Athens, ratiopharm Ulm, Real Madrid, ALBA Berlin, EA7 Emporio Armani Milan og NGT Munich liðið, sem er lið þjálfað af Petteri Koponen samansett úr efnilegum leikmönnum Evrópu sem ekki taka þátt í keppninni í ár.
Í samtali við Körfuna fyrr í dag sagðist Baldur vera mjög spenntur fyrir verkefninu og að honum hlakkaði til að taka þátt í þessu móti, enn frekar sagði hann “Þarna eru sterkustu liðin í Evrópu að spreyta sig. Það verður gaman að keppa gegn þeim og sjá sterkustu undir 18 ára leikmenn Evrópu”
Mörg sterkustu félög Evrópu í þessum aldursflokki eru með Ulm í þessum fyrsta riðil í Munich, þar á meðal Real Madrid sem hafa unnið keppnina í nokkur skipti, þar á meðal nú síðast 2021, en um samkeppnina segir Baldur “Við erum undirhundurinn í þessum riðli, það er eitthvað sem maður þekkir vel þegar maður þjálfar í íslensku landsliðunum þannig maður þekkir hlutverkið, en èg tel okkur geta náð í sigra í þessum riðli við erum með góða leikmenn”