6:30
{mosimage}
Bakken bears varð á mánudag danskur meistari þriðja árið í röð eftir sigur á Svendborg í oddaleik, 71-61. Titillinn er níundi titill Bakken á þrettán árum en langt er síðan þeir hafa þurft að hafa jafn mikið fyrir sigrinu og nú.
Bakken varð deildarmeistari á leiktímabilinu og slapp því við fjórðungsúrslit þar sem leiki var eftir sama fyrirkomulagi og í Iceland Express deild kvenna. Svendborg hins vegar varð í þriðja sæti í deildinni og þurfti að mæta Hørsholm í fjórðungsúrslitum sem þeir unnu 2-0. Í undanúrslitum mætti Bakken Næstved sem er undir stjórn Geof Kotila og Thomasar Foldbjerg og unnu Bakkenmenn einvígið 4-0 og sömu lokatölur urðu í einvígi Randers og Svendborg. Fjónbúarnir sýndu klærnar og pökkuð Krónjótunum saman. Þriðja árið í röð var því úrslitaeinvígið milli Bakken bears og Svendborg, síðustu tvö árin hefur Bakken unnið 4-0 og voru margir sem áttu alveg eins von á því að það myndi gerast eitt árið enn.
Bakken hafði heimaleikjaréttinn og því hófst einvígið í Árósum en Svendborgmenn létu það ekki á sig fá og leiddu allan leikinn en Bakken stal sigrinum í blálokinn eftir einhverjar svakalegustu lokasekúndur sem undirritaður hefur séð á ferlinum. Bakken mættu svo án þjálfara síns í leik tvö á Fjóni, aðstoðarþjálfarinn, Steffen Wich, sem margir telja heilann á bak við liðið stýrði liðinu og var eins og um allt annað lið væri að ræða. Bakken hreinlega drap Svendborg frá fyrstu mínútu og þar með var Bakken komið í 2-0 og Bakken menn farnir að undirbúa sætaferðir á leik fjögur í Svendborg. Fjónbúarnir voru ekki alveg til í það og unnu öruggan sigur í Árósum, fyrsta tap Bakken í 23 leikjum í úrslitakeppni og aftur var haldið til Svendborg og enn einu sinni útisigur og staðan 3-1 fyrir Bakken. Nú var blásið til hátíðar í Árósum og nú átti titillinn að vinnast á heimavelli í fyrsta skipti í mörg ár en enn og aftur voru menn ekki tilbúnir á heimavelli og gestirnir í Svendborg fóru með sigurinn heim. Nú reiknuðu margir með að enn einn sigurinn myndi vinnast á útivelli og Bakken myndi klára mótið í Svendborg en Fjónbúarnir voru ekki tilbúnir í það og unnu heimasigur og serían því komin í oddaleik.
40 mínútum fyrir oddaleikinn voru um 2000 manns mættir í NRGI Arena í Árósum og stuðningsmenn Svendborg farnir að syngja og kasta borðum yfir Bakken áhangendur. Alls voru 3888 áhorfendur á leiknum. En stóra fréttin var að Johnell Smith, besti leikmaður Svendborg og einn af betri leikmönnum sem leikið hafa í Danmörku var ekki með, var farinn heim til Bandaríkjanna þar sem móðir hans var við að deyja. Hún hafði raunar verið meðvitundarlaus alla úrslitakeppnina og nú gat hann ekki beðið lengur. Þegar leikurinn hófst áttu menn því von á að Bakken myndi taka þetta með vinstri, en leikmenn Bakken héldu það greinilega líka og það gefur aldrei góða raun. Svendborgmenn mættu grimmir og eftir fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust 16 sinnum á að hafa forystu leiddu Svendborgmenn fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik og þegar um 2 mínútur voru eftir komst Bakken nokkrum stigum fram úr og þar með var draumur Fjónbúanna búinn. Bakken vann titilinn enn eitt árið.
Í liði Bakken eru tveir leikmenn sem leikið hafa á Íslandi, Martin Thuesen lék nokkra leiki með Snæfell 2007 og Eric Bell lék með Skallagrím í haust.
Í Danmörku leika menn um brons og er það einn leikur. Í þeim leik sigraði Randers Næstved í æsispennandi leik 101-100 þar sem leikmaður ársins, Bonell Colas, skoraði sigurkörfuna. Þá var þjálfari Randers, Mark Collins, valinn þjálfari ársins.
Það var lið Roskilde sem féll úr deildinni og sæti þeirra tekur Álaborg.
Úrslit og tölfræði í dönsku deildinni.
[email protected]
Mynd: Sanne Berg