Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos lögðu Gipuzkoa í Primera FEB deildinni á Spáni í dag, 81-84.
Leikurinn var sá tíundi sem liðið vinnur í röð, en með sigri í síðasta leik tryggðu þeir sér sigur í deildinni og þar með beina ferð upp í deild þeirra bestu, ACB deildina á næsta tímabili.
Á um 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 12 stigum og 2 stoðsendingum.