Eftir að hafa verið orðaður við Tindastól og Keflavík að þá er ljóst að Taiwo Badmus fer hvergi og verður áfram hjá Val næsta vetur samkvæmt Facebooksíðu Vals.
Badmus var frábær hjá Íslandsmeisturunum í vetur og var með um 20 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik.